Macron búningar og æfingaföt

Æfinga- og keppnisklæðnaður Vals er til sölu í Macron búðinni Grensásvegi 16.

Hér er slóð á heimasíðu verslunarinnar: https://macron.is/

Hér má sjá staðsetningu verslunarinnar: https://ja.is/macron-store/

Myndaniðurstaða fyrir macron logo

 

                                                    

Keppnisbúningur yngri flokka í handknattleik og knattspyrnu                      Keppnisbúningar yngri flokka í körfuknattleik


                         

                                                                  Yfirgalli tvær tegundir                                                                       Æfingabolur


Skráningarkerfið NORI

Knattspyrnufélagið Valur notar skráningarkerfi sem kallast Nóri. Nóri er einfalt skráningaforrit, en með þessari skráningarsíðu verða skráningar markvissari, allar upplýsingar um iðkendur, svo sem sími og netfang eins réttar og þær geta orðið.

Til þess að gerast notandi þarf forráðamaður að nýskrá sig og fer það fram hér https://valur.felog.is/ Eftir innskráningu eru svo allar upplýsingar skráðar, símanúmer og netföng sem færist sjálfkrafa í gagnagrunn félagsins. Ef netfang eða símanúmer forráðamanns breytist á tímabilinu, getur viðkomandi breytt því sjálfur inn í Nóra.

Athugið að hægt er að skrá sig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum.

Smelltu hér til að skoða leiðbeiningar fyrir skráningar og greiðslukerfið

 Myndaniðurstaða fyrir skráningarkerfið nóri logo

 

ATH. Foreldrar þurfa að ganga frá skráningu í upphafi hvers tímabils. Skráning færist ekki sjálfkrafa á milli tímabila. Æfingatímabil í hverri íþróttagrein eru eftirfarandi:

                                       Fótbolti:                Jan - Ágú | Jan - Maí | Jún - Ágú | Sept - Des

                                       Handbolti:            Jan - Maí | Ágú - Des

                                       Körfubolti:            Jan - Maí | Ágú - Des

 

Sportabler

- "Minni tími í skipulag, meiri tími fyrir sportið" -> Nýtt kerfi sem við tökum í notkun. -

Valur hefur tekið í notkun íslenska vef- og snjallsímaforritið Sportabler sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins.

Til að fá aðgang þarf að fara í gegnum eftirfarandi skref:

1. Skrá í hóp hér: https://www.sportabler.com/optin

2. Kóða flokksins er hægt að nálgast hjá viðkomandi þjálfara.

3. Fylla inn skráningaupplýsingar: Velja "Ég er leikmaður" / "Ég er foreldri" eftir því sem við á - Hvetjum foreldra til að skrá leikmenn líka ef þeir eru með eigið netfang (leikmenn geta líka skráð sig sjálfir).

4. Staðfesta netfang í tölvupósti sem þú færð frá Sportabler: Smella á "hér" þá opnast nýr gluggi (skref 5) - Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder.

5. Búa til lykilorð eða skrá sig inn með facebook (FB gengur einungis ef netfang við skráningu er það sama og á FB-aðgangi).

6. Allt klárt! Skrá sig inn og þá ætti "Mín Dagskrá" að taka á móti ykkur.

 

Hér er hægt að sjá stutt kynningarmyndband um kerfið: http://help.sportabler.com/utskyringar-og-myndbond-um-kerfid

Ef þið lendið í vandræðum má hafa samband við þjónustuver Sportabler í bleiku spjallblöðrunni neðst hægra megin á www.sportabler.com

Sportabler logo.PNG

Um Sportabler:

Að Sportabler stendur fólk úr íslensku íþróttalífi. Sportabler hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Lýðheilsusjóði. Hugbúnaður og kennsluefni hefur verið þróað í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, íþróttafélögin Val og Breiðablik sem núþegar nota Sportabler, ásamt fjölda annarra þjálfara og fræðimanna.