Maria Selma Haseta til liðs við mfl.kvenna í knattspyrnu

Maria Selma Haseta, tvítugur miðvörður, er gengin til liðs við Val. Maria kemur frá FH þar sem hún lék á liðinni leiktíð en Maria er uppalinn hjá Sindra, Höfn í Hornafirði og skrifar undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.

Maria Selma Haseta er fædd 1995, er varnarmaður sem hefur leikið 70 leiki í meistaraflokki, flesta með Sindra, og skorað í þeim 22 mörk. Maria á jafnframt 7 leikir með U-19 landsliði Íslands og 3 með U-17. Það er því alveg ljóst að með komu Mariu er reynslumikill ungur varnarmaður að koma sem styrkir hóp kvennaliðsins verulega. Valur bindur miklar vonir við komu Mariu og óskar henni góðs gengis.

"Ég tók ákvörðun að spila með Val því mér leist best á aðstæður og mannskapinn, Valur er líka stórt félag og vil ég gera stóra hluti fyrir félagið". Maria Selma Haseta.