Tilkynning til Valsara nær og fjær

Ágætu Valsarar nær og fjær.

Undafarna mánuði hefur kynningarstarf tengt málefnum knattspyrnunnar í Val aukist til muna og er ástæða til að þakka ykkur fyrir jákvæð viðbrögð og ábendingar við fréttum og myndum/myndböndum. Tilgangurinn með þessari vinnu er jú að miðla gæðaefni sem eykur áhuga og stemningu í kringum knattpyrnuna í Val til stuðningsmanna.

Samhliða því var ný fésbókarsíða, "ValurFótbolti", stofnuð með það að markmiði að stuðningsmenn gætu séð myndir af leikmönnum/leikjum, deilt þeim og fylgst með viðtölum sem tekin eru við leikmenn félagsins. Viðtökur af síðunni hafa verið mjög jákvæðar,því á rúmum tveimur mánuðum eru komnir yfir 300 fylgjendur.

Hingað til hefur þessi kynningarvinna verið unnin við afskaplega knappan tækjakost sem er bagalegt og af þessum sökum hefur undirbúningsvinna vegna tækjamála verið í gangi um nokkurt skeið. 

Betri tækjabúnaður mun auka gæði kynningarvinnunnar verulega, sér í lagi í upphitunum fyrir leiki og á sjálfum leikdögum þegar hugmyndin er að framleiða mikið af lifandi efni og myndum til að gera upplifun stuðningsmanna félagsins sem ánægjulegasta.
Samhliða öllu þessu er hugmyndin að hafa þá nýjung að fara með báðum liðum í lengra ferðalag á leikdegi og birta myndir/viðtöl yfir daginn þannig að Valsarar sjái frá fyrstu hendi hvernig liðin haga sínum undirbúningi.
Metnaðurinn er mikill og því skiptir tækjabúnaður töluverðu máli

Ljóst er að kostnaður við tækjakaup er nokkur og viljum við því biðla til ykkar Valsara, fyrirtækja, stuðningsmanna og annarra áhugasamra um styrk.
Þau fyrirtæki/einstaklingar sem geta stutt rausnarlega við bakið á þessari vinnu munu fá sína auglýsingu fyrir/eftir hvert myndband sem sett verður á heimasíðu Vals/Fésbók auk þess sem nöfn þeirra verða sýnileg á þeim samfélagsmiðlum sem tengjast verkefninu. 

Til að styrkja vinnuna má millifæra á reikning 513-26-7076, kt 6702692569 og gefa skýringuna "Kynning2015". Kynningarstjóri veitir fúslega nánari upplýsingar sé þess óskað.

Með þökkum og von um jákvæðar undirtektir, 
áfram Valur, áfram hærra!

Ragnar Vignir, kynningarstjóri knattspyrnudeildar Vals, rvignir@gmail.com
Jóhann Már Helgason framkvæmdastjóri Vals
E.Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals