Ásta Árnadóttir ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu

Ásta Árnadóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Ásta kom inn í þjálfarateymið sem sjúkraþjálfari og verið afar mikilvægur hlekkur innan hópsins. Ásta mun því miðla af allri sinni reynslu og þekkingu til leikmannahópsins á komandi tímabili. 

Ekki þarf að kynna knattspyrnukonuna Ástu Árnadóttur fyrir Völsurum. Þetta er einhver mesta baráttukona sem við höfum átt
í okkar herbúðum, jákvæðni hennar og leikgleði sást, og sést langar leiðir. Hún var leikmaður sem skyldi allt eftir á vellinum.

Reynsla og ástríða Ástu fyrir leiknum verður ómetanlegt vopn í sumar hjá kvennaliði Vals sem sannarlega er í mótun og þarf á
miklum stuðningi Valsara að halda.

Ólafur og Ásta eru gríðarlega hæft þjálfarateymi og jafnframt einstaklega miklir Valsarar sem gera kröfur til þeirra leikmanna
sem klæðast búningi félagsins.

Það er sannarlega spennandi knattspyrnusumar framundan hjá meistaraflokki kvenna. Fyrsti heimaleikur á fimmtudaginn kemur
kl. 14 þegar Afturelding kemur í heimsókn. ALLIR Á VÖLLINN

Áfram Valur
Áfram Hærra.