Tveir nýir leikmenn í meistaraflokk kvenna í körfubolta.

Meistaraflokki kvenna í Val barst í dag góður liðstyrkur þegar tveir nýir leikmenn gengu frá samningi um að spila með félaginu á komandi leiktíð. 

 

Bergþóra Holton Tómasdóttir hefur undanfarin ár spilað með KR en þangað kom hún frá Fjölni sem er uppeldisfélag hennar. Bergþóra er 21 árs bakvörður og skoraði að meðaltali 12,1 stig, tók 5,8 fráköst og átti 2,2 stoðsendingar í leik í á síðasta keppnistímabili.

 

Dagbjört Dögg Karlsdóttir kemur frá KR þar sem hún lék með yngri flokkum. Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára kom hún við sögu í nokkrum leikjum meistaraflokks á síðustu leiktíð. Dagbjört var ein að lykilleikmönnum U16 sem urðu Evrópumeistarar í C-deild í sumar og var m.a. valin í úrvalslið mótsins.

 

Hér má sjá þær ásamt Ara Gunnarssyni þjálfara Vals við undirritun samninga í dag.

 

Með kveðju frá körfuknattleiksdeild Vals.

 Grímur Atlason 

Leikmenn Vals.jpg