Íþróttaskóli Vals hefst laugardaginn 19.september. Örfá sæti laus!

Íþróttaskólinn er hugsaður fyrir leikskólabörn sem fædd eru 2010-2013, en markmið hans er að kynna fyrir börnunum hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki. Í skólanum læra börn að leika sér saman, leika með foreldrum auk þess að fylgja fyrirmælum kennara og vinna í hópum. Skólinn verður starfræktur á laugardagsmorgnum og HEFST NÝTT NÁMSKEIÐ LAUGARDAGINN 19 SEPT. 2015.
Börn fædd 2013 og seinni hluta árs 2012 eiga tíma frá kl. 9:10-9:45. Börn fædd 2010-2012 eru frá 9:45-10:30.  

Sigrún Brynjólfsdóttir, grunnskólakennari og þjálfari stýrir íþróttaskólanum ásamt iðkendum úr handbolta og körfubolta.  Sigrún hefur áralanga reynslu af íþróttaþjálfun fyrir börn og meðal annars þjálfað handbolta hjá Haukum og Víking sem og séð um íþróttaskóla fyrir börn í Hafnarfirði.    Framundan má því gera ráð fyrir fjörugum og skemmtilegum íþróttaskóla !                   

Minnum á að mikilvægt er að skrá börnin sem fyrst í skólann til þess að ná örugglega plássi.  Það er gert á heimasíðunni, undir "Skráning iðkenda" https://valur.felog.is/  Hægt er að hafa samband við Sigrúnu ef einhverjar spurningar vakna, í s.864-4765 eða á netfangið itrottaskolivals@gmail.com.