Horfðu á EM 2016 og styrktu yngri flokkastarf Vals í leiðinni

EM 2016 hefst í Frakklandi 10. júní nk. Mótið er vafalaust stærsti íþróttaviðburður Íslendinga frá upphafi. Góður árangur Íslands er fyrst og fremst ávöxtur knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi og þeirra fjölmörgu félagsliða sem hafa fóstrað leikmenn landsliðsins. 

Leikir Íslands verða í opinni dagskrá en Síminn býður áskrift að öllu mótinu - alls 51 leik - á 6.900 krónur. Gummi Ben lýsir lykilleikjum mótsins hjá Símanum og Þorsteinn Joð tekur púlsinn á þjóðinni daglega svo það má búast við toppstemningu.

Þeir sem kaupa áskrift fyrir 31. maí geta látið 500 kr. af áskriftarverðinu renna til yngri flokka Vals í knattspyrnu og eiga kost á því að vinna ferð fyrir tvo á leik Íslands gegn Austurríki.

Farðu inn á siminn.is/em2016 og styrktu barna- og unglingasvið Vals með því að velja Knattspyrnufélagið Val.