Valur meistari meistaranna eftir sigur á FH í vítaspyrnukeppni

Valur varð í gær meistari meistaranna eftir sigur á íslandsmeisturum FH í vítaspyrnukeppni á Valsvelli í miklum markaleik.

Gestirnir frá Hafnarfirði fóru betur af stað þar sem Sam Hewson kom FH í forystu eftir einungis 90 sekúndur. Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði fyrir Valsmenn úr vítaspyrnu og fjórum mínútum síðar kom Sigurður Egill Lárusson Valsmönnum yfir eftir snyrtilega skyndisókn.

FH-ingar höfðu samt sem áður ekki sagt sitt síðasta og komust aftur í forystu með tveimur mörkum frá Atla Guðnasyni. Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Valsmönnum svo vítaspyrnukeppni með því að skora glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu. 

Kristinn Freyr Sigurðsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu úr fyrstu þremur spyrnum Vals á meðan Steven og Bergsveinn Ólafsson skutu báðir í slá. Það kom svo í hlut Sindra Björnssonar að tryggja Valsmönnum sigurinn sem og hann gerði með öruggri spyrnu. 

Valur er fyrsta liðið frá árinu 2011 til þess að vinna þennan titil sem bikarmeistari en það voru einmitt FH sem gerðu það fyrir sléttum fimm árum. 

Mynd: Fotbolti.net