Valur fær Þrótt í heimsókn - Pepsi deild karla

Á sunnudaginn kemur fær Valur nýliða Þróttar í heimsókn í 5. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Að loknum fjórum umferðum eru bæði lið með 4 stig en Valsmenn sæti ofar á stigatöflunni með hagstæðara markahlutfall. 

Síðast þegar liðin mættust að Hlíðarenda í efstu deild árið 2009 fóru Valsmenn með 2-1 sigur af hólmi eftir að hafa lent marki undir. Ólafur Páll Snorrason jafnaði metin í fyrri hálfleik áður en Sigurbjörn Örn Hreiðarsson tryggði Valsmönnum sigur á 72. mínútu síðari hálfleiks. 

Það ljóst að það verður hart barist næstkomandi sunnudag en flautað verður til leiks klukkan 19:15. Valur.is hvetur stuðningsmenn til að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum - Minnum einnig á sjóðheita og safaríka hamborgara hjá Fálkunum sem stjórna grillunum að vanda.

Forsala miða inn á tix.is þar sem hægt er kaupa miða á 1.500 þar til klukkutíma fyri leik.

Allir á völlinn og áfram Valur.

Valur-Motherji_Template_karla_2016l.jpg