5 flokkur kvenna í 2. sæti á Íslandsmóti

Fimmti flokkur kvenna a-liða endaði í 2. sæti Íslandsmótsins eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir stöllum sínum í Breiðabliki síðastliðinn laugardag í hreinum úrslitaleik þar sem lokatölur urðu 0-2. 

Stór hluti liðsins er á yngra ári í flokknum og munu þær án efa koma sterkar til leiks á nýju tímabili. Á afstöðnu tímabili voru stelpurnar í 1-3 sæti á öllum mótum sem þær tóku þátt í og því frábært sumar að baki. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá liðið ásamt þjálfarateymi og aðstoðarmönnum. 

5. fl. kv silfur.jpg

Efri röð frá vinstri: Rosalie Rut, Þórdís María, Fjóla Rúnarsdóttir, Birta Sigurjónsdóttir, Hildur Björk Búadóttir, Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir, Soffía Ámundadóttir og Katla Garðarsdóttir. Neðri röð frá vinstri:  Eva Stefánsdóttir, Salka Mei Andrésdóttir, Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Hugrún Lóa Kvaran og Krístin Anna Smári.  

Þá var D-lið 5. flokks einnig í öðru sæti Íslandsmótinu þar sem liðið var einungis þremur stigum frá tiltlinum sem fór til Víkinga í Fossvoginum. Í riðlinum spiluðu þær 8 leiki, unnu sjö og töpuðu aðeins einum en það var einmitt gegn Víkingum þar sem lokatölur voru 5-3. 

5. fl. kv silfur D-lið.jpg

Glódís María Gunnarsdóttir, Soffía Ámundadóttir þjálfari, Selma Dís Scheving, Ágústa María Valtýsdóttir, Laufey Halla Sverrisdóttir og Katla Garðarsdóttir (þjálfari) Þurý Reynisdóttir, Emma Davidsdóttir, Steinunn Jenný og Kolbrá Kristinsdóttir.