4. flokkur kvenna Íslandsmeistari

4. flokkur kvenna Vals í knattspyrnu varð um helgina Íslandsmeistari í sínum aldursflokki eftir 1-5 sigur á Breiðablik í hreinum úrslitaleik sem var háður á Kópavogsvelli. 

Blikar komust yfir á 19. mínútu leiksins en Valsstúlkur svöruðu með 5 mörkum og fóru öruggan sigur af hólmi. Mörk Vals í leiknum gerðu, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (tvö), Karen Guðmundsdóttir, Amanda Jacobsen Andradóttir og Ragna Guðrún Guðmundsdóttir. 

4. fl. kv Íslandsmeistari.jpg

Á m.f. mynd má sjá liðið ásamt þjálfurunum, þeim Margréti Magúsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur.

Valur.is óskar stelpunum og aðstandendum liðsins hjartanlega til hamingju með titilinn.