Þrír með U15 til Álaborgar í júní

Maksim Akbashev þjálfari u-15 ára landsliðs karla hefur valið hóp sem fer í æfingaferð til Álaborgar í Danmörku 12.-19. júní nk. Þar verður æft við frábærar aðstæður og spilaðir æfingaleikir.

Í hópnum eru þrír Valsarar, þeir Andri Finnsson, Benedikt Óskarsson og Tryggvi Garðar Jónsson. 

Laugardaginn 4. febrúar kl.11.00 verður fundur fyrir foreldra og forráðamenn á 3. hæð í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi (E-salur).

Næstu æfingar u-15 ára landsliðs karla verða fyrstu vikuna í maí og verður þá æft í tveimur hópum, eldri og yngri. Hóparnir verða valdir í apríl.

Valur.is óskar strákunum til hamingju með valið og góðs gengis.