Fjórir Valsarar í ungmennalandsliðum Íslands í körfubolta

Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína endanlegu liðsskipan og leikmenn sem munu mynda landslið Íslands í sumar og taka þátt í landsliðsverkefnunum sumarið 2017.

Leikmönnum var tilkynnt valið í vikunni og eru fjórir Valsarar í þessum hópum. Í U15 ára liði drengja eru þeir Ástór Atli Svalason, Gabriel Douane Boama og Ólafur Björn Gunnlaugsson. Dagbjört Dögg karlsdóttir var svo valin í U18 ára lið stúlkna. 

Alls voru 84 leikmenn valdir og koma þeir frá 15 félögum.

U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní.  U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert og eitt þeirra einnig í Evrópukeppni FIBA síðar í sumar.

Valur.is óskar fulltrúum félagsins hjartanlega til hamingju með valið og góðs gengis í sumar með landsliðunum.