4. flokkur kvenna deildarmeistari í handbolta

4. flokkur kvenna Vals í handbolta varð á dögunum deildarmeistari eftir 21-19 sigur á Selfyssingum í hreinum úrslitaleika sem fram fór að Hlíðarenda. 

Liðið þjálfar Jakob Lárusson og hafa stelpurnar spilað mjög vel í vetur, unnið 14 af 18 leikjum liðsins og aðeins tapað fjórum. "Það hefur verið mikill stígandi í spilamennsku liðsins og stelpurnar hafa lagt mikið á sig. Ég er gríðarlega ánægður með liðið og hlakka til að fara með þær inn í úrslitakeppnina." sagði Jakob í samtalið við Val.is. 

Valur.is óskar liðinu og þeim sem að því standa hjartanlega til hamingju.