Kristján Hjörvar með Reykjavíkurúrvalinu til Stokkhólms

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2019 fer fram í Stokkhólmi dagana 20.-24.maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og hefur lið frá Reykjavík tekið þátt síðan 2006.

Reykvíski hópurinn hélt til Stokkhólms á sunnudaginn var en í liðinu eru 41 keppandi úr átján skólum og tíu félögum í Reykjavík. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja, 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsíþróttum. 

Einn þeirra 15 leikmanna sem skipa úrvalslið Reykjavíkur er Valsarinn Kristján Hjörvar Sigurkarlsson en hann leikur með 4. flokki félagsins.

Við óskum Kristjáni til hamingju með valið og góðs gengis í Stokkhólmi.