Uppskeruhátíð yngri flokka í fótbolta 2019

Uppskeruhátíð verður haldin fyrir iðkendur í fótbolta karla og kvenna fyrir tímabilið 2018-2019 þriðjudaginn 24. september klukkan 17:00.

8. flokkur - Börn fædd 2013-2014

7. flokkur - Börn fædd 2011-2012

6. flokkur - Börn fædd 2009-2010

5. flokkur - Börn fædd 2007-2008

4. flokkur - Börn fædd 2005-2006

3. flokkur - Börn fædd 2003-2004

Uppskeruhátíðin er haldin fyrir bæði iðkendur og foreldra sem eru sérstaklega hvattir til að mæta.

 

Dagskrá:

17:00 Uppskeruhátíðin opnuð, iðkendur og foreldrar boðnir velkomnir

17:05 Farið yfir starf flokkanna yfir tímabilið og viðurkenningaskjöl veitt.

18:00 Veitingahlaðborð að hætti Valsmanna (umsjón í höndum foreldra - sjá nánar að neðan)

19:15 Bikarúrslitaleikur 2. flokks kvenna: Valur - FH

 

Veitingaskipulag - Upplýsingar

8. flokkur kk & kv koma með niðurskorið grænmeti / ávexti

7. flokkur kk & kv koma með brauðmeti

6. flokkur kv er í veitingastjórn* og kemur með drykki (djúsþykkni / mjólk).

6. flokkur karla kemur með kökur/bakkelsi

5. flokkur kv er í veitingastjórn* (ásamt 6. fl. kv) og kemur með drykki (djúsþykkni / mjólk).

5. flokkur karla niðurskorið grænmeti / ávexti 

4. og 3. flokkur kk koma með brauðmeti

4. og 3 flokkur kv kemur með kökur/bakkelsi

*Veitingastjórnin sér um að taka á móti veitingum og passa að þær séu smekklega framsettar. Veitingastjórnin sér einnig til þess að gengið sé frá eldhúsi og sal að lokinni dagskrá.