Einn sá efnilegasti í Val

Daði Bergsson hefur gengið til liðs við Val frá Hollenska liðinu N.E.C.

Daði lék með Þrótti áður en hann fór út í atvinnumennsku til N.E.C í Hollandi.  Hollensk lið hafa lengi náð i unga efnilega stráka frá liðum á Íslandi og gerðu þeir samnig við Daða í janúar 2013.   Daði hefur leikið marga leiki með varaliði NEC og verið nokkru sinnum verið í hóp hjá aðalliðinu.  

Daði lék 31 leik með Þrótti í deild og bikar og á 29 leiki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands.  Daði gerir þriggja ára samning við Val og bjóum við hann velkomin á Hlíðarenda.

Daði Bergsson: "ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í Val. Valur er stór og metnaðarfullur klúbbur sem stefnir alltaf á toppinn, þar sem ég tel að ég geti bætt mig verulega sem leikmaður. Ég er búinn að æfa með liðinu undanfarna viku og líst mjög vel á þjálfarateymið sem og strákana í hópnum en það er mjög létt og skemmtileg stemning í kringum liðið"