Golfmót Vals, 18.júlí

Golfmót Vals, er mót fyrir Valsmenn og aðdáendur Vals og er haldið 18.júlí. Keppnin er punktakeppni með forgjöf og verður hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.

 Ræst verður út á öllum teigum kl. 13:30 og er mæting kl. 12:30 Vegleg verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin, auk þess verða verðlaun fyrir besta skor.  Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Stutthögga keppni í boði Eimskips. Dregið verður úr skorkortum. Ath: Raðað verður í holl og á teiga degi fyrir mót af Golfnefnd Vals, sú röðun sem birtist á golf.is ræður ekki. Á síðasta ári var fullt í mótið og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Nánari upplýsingar síðar. Opnað verður fyrir skráningu fimmtudaginn 10, júlí.

Hægt er fyrir Valsmenn að forbóka þátttöku í mótið með því að senda nafn og kennitölu á  maili til: petur@litaver.is eða ingirafnjonsson@gmail.com