Sindri Scheving til Reading – Staðfest

Valsarinn ungi og efnilegi Sindri Scheving hefur gengið til liðs við Reading á Englandi og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Margir kunnir kappar hafa spilað með Reading í gegnum árin og má þar nefna Brynjar Björn Gunnarsson, Ívar Ingimarsson og auðvitað Gylfa Sigurðsson. Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir Sindra og ljóst að með dugnaði og eljusemi eru honum allir vegir færir.

Sindri er ekki eini Valsarinn í útrás því Darri Sigþórsson hefur haldið í víking til Kaupmannahafnar og mun dvelja hjá stórveldi FC Kobenhavn næstu daga.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir bæði klúbb og leikmenn og ljóst að gott starf er unnið á Hlíðarenda og framtíðin björt.

Valur óskar drengjunum alls hins besta og verður virkilega gaman að fylgjast með framgangi þeirra á erlendri grund.

 

SCHEVING - signing photo - July14.JPG