Gothia Cup

3.flokkur kvenna í knattspyrnu hélt til Gautaborgar á dögunum og tóku þátt í hinum sívinsæla og sterka móti gothia Cup. 27 stelpur fóru í ferðina ásamt tveimur þjálfurum og tveimur liðsstjórum. Tvö lið voru skrá til leiks og kepptu þær í U-17 og U-15.

U-17 ára liðið lenti í mjög sterkum riðli sem innhélt meðal annars tvö lið sem fóru virkilega langt á mótinu og náðu þar þriðja sæti og komust í B-úrslit. Þar komust þær í 8-liða úrslit eftir sigra í 64, 32 og 16 liða úrslitum. Þetta er frábær árangur sérstaklega í ljósi þess að þessar stelpur hefðu með réttu átt að spila í U-16 og voru þær því alltaf að spila við eldri stelpur.

U-15 ára liðið náði einnig frábærum árangri og sigruðu sinn riðil nokkuð örugglega og fóru þar af leiðandi í A-úrslit þar sem öll bestu lið á mótinu biðu. Stelpurnar komust í gegnum 64, 32 og 16-liða úrslit og biðu lægri hluti í 8-liða úrslitum á vægast sagt umdeildum vítaspyrnudómi í lok leiks. Liðið sem sló þær út komst síðan alla leið í sjálfan úrslitaleikinn. Frábær árangur að ná 5.-8.sæti af rúmlega 120 liðum.

Stelpurnar gerðu ýmislegt annað eins og að fara í búðir, tívolí og sóluðu sig í góða veðrinu. Umfram allt voru stelpurnar sér, Val og Íslandi til mikils sóma.