Valur og Þróttur í samstarf í 2.flokki kvenna

Knattspyrnudeild Þróttar og Knattspyrnudeild Vals hafa undirritað samstarfssamning til eins árs um að tefla fram sameiginlegu liði í 2.flokki kvenna. Sameiginlegt lið mun æfa saman fimm sinnum í viku, ásamt því að taka þátt í Reykjavíkurmóti, Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ.

Það er von beggja félaga að samstarfið muni verða farsælt og að vel takist til við að búa til sterkt lið, ásamt því að leikmenn félagana eflist og dafni.

Það var mikil áhersla lögð á að ráða inn óháðan þjálfara og hafa félögin ráðið Guðmund Guðjónsson sem þjálfara sameiginlega liðsins. Guðmundur er 36 ára ísfirðingur með KSÍ B þjálfaragráðu, en lengst af hefur hann þjálfað hjá BÍ á ísafirði ásamt því að hann þjálfaði í eitt ár hjá Stjörnunni. Þá starfaði Guðmundur í fjögur ár sem íþróttakennari fyrir vestan.

Æfingar hjá sameiginlegu liði Þróttar og Vals hefjast í þessari viku og það verður spennandi að fylgjast með liðinu á komandi tímabili.

 

Knattspyrnudeild Þróttar

Knattspyrnudeild Vals

 

Valurþróttur 2.fl.kvk.JPG