Ásta Árnadóttir verður sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu

Ásta Árnadóttir, sem lék í hjarta varnar kvennaliðs Vals á árunum 2004 - 2010 hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna sem sjúkraþjálfari. Valsrarar muna eftir Ástu fyrir gríðarlegt keppnisskap og smitandi jákvæðni inni á vellinum.

Ásta varð Íslandsmeistari með Val árin 2004,07,08, og 2010 og því kemur hún með mikla þekkingu og reynslu inn ungan hóp Valsliðsins.

"Þetta er dálítið eins og að koma heim og bara gaman. Ég hlakka til að vinna með nýjum þjálfurum og þessu unga liði. Það skiptir miklu máli að fá meiri stemmingu og  Vals-anda í fótboltann aftur og það verður gaman þegar leiktíðin hefst á ný."

Það er mikið gleðiefni að fá slíkan karakter eins og Ástu aftur í kvennafótboltann í Val.