Íþróttaskóli Vals kominn í jólafrí

Íþróttaskóli Vals er nú kominn í Jólafrí. Rúmlega fimmtíu hressir krakkar á leikskóla aldri hafa skemmt sér í 10 skipti að Hlíðarenda með foreldrum og leiðbeinendum. Í þessum síðasta tíma fengu krakkarnir m.a.  boli að gjöf þökk sé PwC og Bros. 

Í þessum síðasta tíma máttu krakkarnir mæta í búningum sem mæltist vel fyrir og ýmsar persónur sáust. Tíminn var frjálsari en venjulega þar sem nemendur máttu ráða hvort þeir færu í boltalandið eða þrautabraut. Byrjað var á blöðruæfingum, Partýbúðin hafði gefið skólanum mikið af blöðrum.
Að lokinni þrautabraut og boltalandi var tekin hópmynd af öllum (eins og kostur var)  í nýju rauðu bolunum sínum sem PwC og Bros gáfu Íþróttaskólanum.

Loks fengu allir krakkar og foreldrar þeirra skúffuköku frá Bakaríið okkar, Trópí og kaffisopa. Nói Síríus gaf Pippmola með kaffinu. Eins og venjulega fengu krakkarnir mynd í lokin en að auki gaf Íslandsbanki þeim sundpoka.

Íþróttaskóli Vals hefst aftur 10. janúar og verður þá með breyttu sniði, verður tvískiptur:

Kl.9.10-9.45: Börn fædd 2012 og börn sem eru fædd í byrjunn árs 2013. Tíminn sjálfur er 35 mínútur, reynslan er að þessi aldur hefur oft ekki meiri athygli í stýrt hópastarf. Þrautabrautin verður áfram opin eftir tíman og geta foreldrar þá verið aðeins lengur með börnin þar.

Kl.9.45-10:30: Börn sem eru fædd 2009-2011

Valur bíður þeim sem skrá iðkendur fyrir 1.des 10% afslátt, s.s gjaldið á 9.000 í stað 10.000.-