Hermann Gunnarsson hefði orðið 68 ára í dag.

9.12.2014

Hermann Gunnarsson hefði orðið 68 ára í dag, hann var Valsmaður mikill og þjóðareign okkar Íslendinga enda kom hann við mörg hjörtu á sinni lífsleið bæði sem íþróttamaður og fjölmiðill.

Hermann var einn besti íþróttamaður landsins á 7 áratugnum. Hann var valinn í landsliðið í handknattleik 1966. Hann skoraði 17 mörk í landsleik gegn Bandaríkjunum og var það heimsmet á þeim tíma. Þetta met stóð lengi hjá Íslenska landsliðinu eða þangað til 1995 þegar Gústaf Bjarnason sló það met. Hermann átti að baki 15 landsleiki í handknattleik skoraði í þeim 45 mörk.

Hermann gat sér einnig gott orð sem knattspyrnumaður með Val á sjöunda áratugnum. Hann var í landsliðinu í knattspyrnu og lék tuttugu leiki og skoraði sex mörk, meðal annars seinna markið í frægum tapleik gegn Dönum, 14-2, árið 1967.

Við viljum minnast þessa merka manns hérna á Valurhandbolti með þessu stutta myndbandi um hans feril og vonum að þið njótið vel.

Smelli Hér:

https://www.youtube.com/watch?v=xHRJwDCEtOQ