Dósa-, flösku- og jólatrjáasöfnun Vals á nýju ári.

Laugardaginn 10. janúar næstkomandi munu börn og unglingar í Knattspyrnufélaginu Val ganga í hús og safna flöskum og dósum. Ennfremur munu þau taka á móti jólatrjám til förgunar gegn 1.000 króna gjaldi. Áætlað er að þau verði á ferðinni milli kl. 11:30 og 15 þennan dag. Sé enginn heima við þennan dag en áhugi á að styðja við starfið hjá krökkunum má skilja eftir poka með flöskum úti við á tröppum með miða, merkt Val. Athugið að ekki verður hægt að taka við trjám nema gegn reiðufé (engir posar). Við vonum að þið takið vel á móti krökkunum. Vilji svo til að enginn komi til þín þennan dag en áhugi á að losna við flöskur eða tré má koma með það niður á Hlíðarenda þennan dag fram til klukkan 18. 

 

dosa.jpg