Katrín Gylfadóttir og Hugrún Arna framlengja samninga sína við Val - þrír nýjir leikmenn í meistaraflokk kvenna

Í liðinni viku framlengdu tveir leikmenn meistaraflokks kvenna í fótbolta samninga sína við Val um tvö ár. Þetta voru þær Katrín Gylfadóttir og Hugrún Arna Jónsdóttir.

Þrír nýjir leikmenn eru gengnir til liðs við Val í kvennaknattspyrnunni, Inga Dís Júlíusdóttir kemur frá Aftureldingu, Jóhanna Gústafsdóttir kemur frá Noregi en hún lék hluta síðasta tímabils með FH, loks er hin leikreynda Anna Garðarsdóttir komin til Vals á ný en Anna spilaði lengst af með Val á tímabilunum 2007-11.

Katrín Gylfadóttir er fædd árið 1993 og hefur spilað með meistaraflokki frá árinu 2010. Alls hefur Katríð spilað 84 leiki með Val og skorað 3 mörk. Katrín hefur spilað með eftirfarandi landliðum Íslands: A-lið: 1 leikur U-23: 2 leikir U-19: 15 leikir, 2 mörk U-17: 10 leikir

Hugrún Arna Jónsdóttir er fædd árið 1994 og hefur spilað með meistaraflokki frá 2012. Hugrún hefur spilað 12 leiki með félaginu. Hugrún á að baki einn landsleik með U-17 landsliðinu.

Inga Dís Júlíusdóttir er fædd árið 1989, hefur spilað 105 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 3 mörk. Inga hefur spilað með Þór/KA/KS sem varð síðar Þór/KA auk Aftureldingar. Inga kemur því með mikla leikreynslu inn í ung lið Vals.

Anna Garðarsdóttir er fædd 1988 og á 102 meistaraflokksleiki að baki og 37 mörk í þeim sem er góður árangur. Á sínum ferli hefur Anna auk Vals leikið með HK/Víkingi, Aftureldingu, KR og Selfossi. Anna lék 7 landsleiki með U-19 landsliðinu. Anna kemur því einnig með leikreynslu.

Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir er fædd 1992 og hefur leikið 59 leiki með FH hérlendis og skorað 29 mörk í þeim sem er flottur árangur. Jóhanna ætti því að geta skorað fjölda marka fyrir Valsstelpurnar á komandi tímabili.