21 fréttir fundust fyrir apríl 2012

Valur á nýrri öld - Vinnufundur

Fjölmargir Valsmenn tóku á einn eða annan hátt þátt í hátíðahöldum í tengslum við 100 ára afmæli Vals á síðasta ári. Hápunkturinn var síðan útgáfa á veglegri afmælisbók „Áfram hærra“ þar sem brugðið er upp svipmyndum frá fyrstu 100 árunum í sögu þessa merka íþróttafélags. Lesa meira

Valkyrjur - Stofnfundur í kvöld

Fimmtudaginn 12. apríl verður stofnaður félagsskapurinn Valkyrjur sem verður félagsskapur Valskvenna á öllum aldri. Stofnfundurinn verður í Kapellunni og hefst kl.20:00. Lesa meira

Það styttist í mót - Meistaraflokkur karla í knattspyrnu

Þann 7. maí 2012 hefst Pepsi deild karla. Ótrúlegt hvað lengsta undirbúningstímabil í heimi er í raun fljótt að líða. Það eru rétt rúmar þrjár vikur í fyrsta leik á móti Fram á Laugardalsvelli. Nú er lokaundirbúningur liðsins í gangi og í mörg horn að líta hjá þjálfarateymi, leikmönnum ásamt því að starfsfólk Vals og stjórn undirbýr sig af kostgæfni fyrir komandi átök. Lesa meira

Vormót hjá 6. og 7. flokki í knattspyrnu

Knattspyrnufélagið Valur heldur vormót fyrir 6. og 7. flokk kvenna og karla á morgun laugardag og sunnudag. Lesa meira

Hin hliðin - Andri Fannar Stefánsson

Í sumar ætlum við að vera með fastan lið á valur.is sem má kalla "hin hliðin" þar sem við fáum að kynnast leikmönum, þjálfurum og venjulegum Völsurum með aðeins öðrum hætti en á vellinum. Það er hinn geðþekki leikmaður og þjálfari Andri Fannar Stefánsson sem ríður á vaðið og svarar nokkrum laufléttum spurningum um sjálfan sig. Lesa meira

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður haldinn í dag miðvikudaginn 25.apríl kl.17:30 í Lollastúku að Hlíðarenda. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Lesa meira

Bíómiðar til styrktar Knattspyrnudeild Vals

Knattspyrnudeild Vals hefur fengið 200 miða á bíómyndina “Mirror, Mirror” til sölu og mun andvirði miðanna renna óskipt til styrktar deildinni. Lesa meira

Patrekur tekur við Val

Í dag skrifaði Patrekur Jóhannesson undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélagið Val. Patrekur tekur við þjálfun meistaraflokks karla í handbolta af Óskari Bjarna Óskarssyni sem heldur til Danmerkur í sumar. Lesa meira

Lengjubikar karla 8-liða úrslit

Á morgun sumardaginn fyrsta leika Valsmenn gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla. Leikurinn er í Kórnum og hefst kl 11:00 í fyrramálið. Lesa meira

Stjarnan - Valur N1 deild kvenna

Í dag mætast Valur og Stjarnan öðru sinni í undanúrslitum í N1 deild kvenna. Leikið er í Mýrinni Garðabæ og hvetjum við alla Valsmenn-og konur til að fjölmenna og hvetja stelpurnar. Leikurinn hefst kl. 15:45 Lesa meira

Valur - Stjarnan í N1 deild kvenna

Á morgun þriðjudag leika Valur og Stjarnan í undanúrslitum N1 deildar kvenna. Þetta er þriðji leikur liðanna og með sigri tryggja Valskonur sér farseðil í úrslit. Mætum á morgun kl 19:30 og styðjum stelpurnar. Lesa meira

Sala árskorta hafin

Sala ársmiða fyrir knattspyrnuna er hafin hjá Knattspyrnufélaginu Val. Í ár kostar árskortið 14.000.- kr og gildir það á alla heimaleiki í PEPSI deild karla og kvenna eða alls 20 heimaleiki. Lesa meira

Sveinn Aron skrifar undir samning

Í dag skrifaði Sveinn Aron Sveinsson undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Sveinn Aron er uppalinn Valsari og er einn af efnilegustu leikmönnum okkar. Lesa meira

Hin hliðin - Rakel Logadóttir

Rakel Logadóttir svarar nokkrum laufléttum spurningum Lesa meira

Veikleikagreining

Margir iðkendur eru áhugasamir um að ná langt í íþróttinni og leggja mikið á sig. Það er þó mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Ekki er skynsamlegt að leggja of mikla áherslu á kraft ef veikleikar eru fyrir hendi. Lesa meira

Valskórinn - Valsmessa

Valskórinn færir stöðugt út kvíarnar og mun á sunnudaginn syngja í messu í Háteigskirkju. Þetta verður sannkölluð Valsmessa þar sem leikmenn úr meistaraflokki kvenna og karla sem og yngri flokka munu aðstoða við messugjörðina. Lesa meira

Hin hliðin - Mist Edvardsdóttir

Mist Edvardsdóttir svarar nokkrum spurningum og sýnir okkur Hina hliðina. Lesa meira

Sigfús Sigurðsson áfram á Hlíðarenda

Rússajeppinn Sigfús Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild Vals. Þetta eru gleðifréttir og góð fyrirheit fyrir næsta tímabil í handboltanum. Lesa meira

Breki Bjarnason skrifar undir samning

Í dag skrifaði Breki Bjarnason undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélagið Val. Lesa meira