44 fréttir fundust fyrir maí 2013

Orri Freyr og Atli Már framlengja til tveggja ára

Orri Freyr og Atli Már framlengja til tveggja ára Lesa meira

Valskórinn - Afmælistónleikar

Afmælistónleikar Valskórsins fara fram þriðjudaginn 7.maí kl.20:00 í Háteigskirkju. Aðgangseyrir er kr.2.000.- og eru ljúffengar veitingar innifaldar að tónleikum loknum í húsakynnum Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Frítt er fyrir 16.ára og yngri. Lesa meira

Valshlaupið 17.maí

Föstudaginn 17. maí verður Valshlaupið haldið í þriðja sinn og hefst hlaupið kl 18:30 við Valsheimilið að Hlíðarenda. Lesa meira

Fylkir - Valur Pepsídeild karla

Nú er knattspyrnusumarið að hefjast eftir langt undirbúningstímabil og er fyrsti leikur í Pepsídeild karla á útivelli gegn Fylki mánudaginn 6.maí kl.19:15. Við hvetjum alla Valsara til að fjölmenna og styðja drengina. Lesa meira

Valur - Afturelding Pepsídeild kvenna

Nú er knattspyrnusumarið að hefjast eftir langt undirbúningstímabil og er fyrsti leikur í Pepsídeild kvenna heimaleikur á þriðjudag þann 7.maí kl.19:15 gegn Aftureldingu. Lesa meira

Rúnar Már kemur til baka úr láni frá Zwolle

Rúnar Már spilar með Valsmönnum í sumar. Rúnar hefur verið á láni hjá Zwolle í Hollandi og hefur verið kallaður til baka. Búið er að ganga frá félagaskiptum og er hann komin með leikheimild. Lesa meira

Sala árskorta hefst á mánudag.

Mánudaginn 6.maí hefst sala árskorta hjá Knattspyrnufélaginu Val. Lesa meira

James Hurst til liðs við Val

Enski knattspyrnumaðurinn James Hurst er genginn til liðs við Val og mun leika með okkur Valsmönnum í sumar. James kemur til okkar frá enska félaginu West Bromwich Albion, en hann er nú þegar kominn með leikheimild og ætti því að vera gjaldgengur í fyrsta leik gegn Fylki á mánudag. Lesa meira

Sumarbúðir í Borg og Knattspyrnuskóli Vals

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Sumarbúðir í Borg sem og Knattspyrnuskóla Vals fyrir sumarið 2013. Hægt er að skrá börnin á heimasíðu Vals undir "skráning iðkenda". Lesa meira

Húsið lokað á uppstigningardag

Valsheimilið er lokað fimmtudaginn 9.maí á uppstigningardag. Lesa meira

Afmæliskaffi

Laugardaginn 11.maí er Knattspyrnufélagið Valur 102 ára og af því tilefni verður venju samkvæmt stutt athöfn og kaffisamsæti að Hlíðarenda frá kl 10:00-12:00 Lesa meira

ÍA - Valur í Pepsídeild karla

Mánudaginn 13.maí kl.20:00 eigum við Valsmenn aftur útileik í annarri umferð í Pepsídeild karla. Að þessu sinni eigum við leik gegn ÍA á skipaskaga en leikir þessara liða hafa í gegnum tíðina verið frábær skemmtun. Lesa meira

Finnur Ingi framlengir

Finnur Ingi Stefánsson hefur skrifað undir nýjann tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Finnur Ingi hefur verið einn af lykilmönnum okkar Valsmanna undanfarin ár og því mikil gleðitíðindi að Finnur verði áfram í okkar herbúðum. Lesa meira

Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir framlengir

Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir markvörður í meistaraflokki kvenna í handbolta hefur framlengt samning sinn við félagið um ár. Þetta eru góð tíðindi enda hafa Sigríður og Jenný myndað gott markvarðateymi hjá félaginu. Lesa meira

Elvar Friðriks kominn heim.

Elvar Friðriks hefur ákveðið að núna aftur í heimahaga eftir atvinnumennsku erlendis og skrifar undir tveggja ára samning við Val. Lesa meira

Dagný valin best

Á lokahófi HSÍ voru leikmenn heiðraðir fyrir veturinn og áttum við Valsmenn okkar fulltrúa þar. Dagný skúladóttir var valin besti leikmaður N1 deildar kvenna og Stefán Arnarson besti þjálfarinn í N1 kvenna. Lesa meira

Breiðablik - Valur Pepsídeild kvenna

Þriðjudaginn 14.maí eiga stelpurnar okkar útileik gegn Breiðablik og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli kl.19:15. Við hvetjum alla til að fjölmenna og styðja stelpurnar. Lesa meira

Góður sigur á Skaganum

Valsmenn gerðu góða ferð á Akranes í gær er þeir unnu sannfærandi 1-3 sigur í rokinu á Skipaskaga. Haukur Páll Sigurðsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og James Hurst komu Val í 0-3 áður en Þórður Birgisson minnkaði muninn í blálokin. Lesa meira

Valur - Fram í Pepsídeild karla

Fimmtudaginn 16.maí kl.19:15 er fyrsti heimaleikur okkar manna á Vodafonevellinum og er það Fram sem kemur í heimsókn. Lesa meira

Þórdís endurnýjar samning

Þórdís markmaður endurnýjar samning Lesa meira

Valshlaupið 17.maí kl.18:30

Föstudaginn 17. maí verður Valshlaupið haldið í þriðja sinn og hefst hlaupið kl 18:30 við Valsheimilið að Hlíðarenda. Lesa meira

Dregið í Borgunarbikar karla

Í hádeginu í dag miðvikudaginn 15.maí var dregið í 32. liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla. Við Valsmenn fengum heimaleik gegn Fram og fer leikurinn fram annaðhvort 29. eða 30.maí. Lesa meira

Oddur Ólafsson og Oddur B. Pétursson til Vals

Oddur Ólafsson er tvítugur bakvörður er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði og Oddur Birnir Pétursson 19 ára bakvörur uppalinn í Njarðvík þar sem hann hefur leikið með afar sigursælum yngri flokkum. Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður haldinn að Hlíðarenda þriðjudaginn 28.maí kl.17:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Lesa meira

Stefán Arnarson framlengir

Það er handknattleiksdeild mikil ánægja að tilkynna að Stefán Arnarson þjálfari meistaraflokks kvenna er búinn að framlengja samning sinn við Val um tvö ár. Lesa meira

Jafntefli í fyrsta heimaleik

Það voru Frammarar sem voru fyrstu gestir sumarsins í Pepsídeild karla á Hlíðarenda á þessu knattspyrnusumri. Fyrir leik voru okkar menn með fullt hús stiga en Fram með 4.stig. Lesa meira

Valur - ÍBV í Pepsídeild kvenna

Laugardaginn 18.maí taka Valskonur á móti sprækum Eyjaskvísum úr ÍBV í Pepsídeild kvenna. Leikurinn fer fram á okkar heimavelli og hefst kl. 14:00. Við hvetjum alla Valsara til að fjölmenna og styðja stelpurnar. Lesa meira

Anna Úrsúla og Karólína framlengja við Val

Það eru gleðitíðindi að greina frá því að handknattleiksdeild Vals er búin að framlengja samninga við Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur og Karólínu Bæhrenz Lárudóttur. Lesa meira

Valsheimilið lokað Hvítasunnudag og mánudag 2 í Hvítasunnu.

Valsheimilið er lokað Hvítasunnudag og mánudag 2.í Hvítasunnu. Lesa meira

Stjarnan - Valur í Pepsídeild karla

Þriðjudaginn 21.maí eigast við í Pepsídeild karla heimamenn í Stjörnunni og Valur. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ og hefst hann kl.19:15. Við hvetjum alla Valsara til að fjölmenna og styðja drengina. Lesa meira

Þór/KA - Valur í Pepsídeild kvenna

Miðvikudaginn 22.maí kl.18:00 eigast við í Pepsídeild kvenna Þór/KA og Valur og fer leikurinn fram á Akureyri. Við hvetjum alla Valsara, sérstaklega þá sem eru á norðurlandi að mæta og styðja stelpurnar. Lesa meira

Jafntefli í Garðabæ

Valsmenn sóttu gott stig í Garðabæ í fjórðu umferð Pepsídeildar karla er Stjörnumen voru sóttir heim. Lokatölur voru 1-1 eftir að Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Ólafur Eiríksson jafnaði metin í síðari hálfleik með glæsilegu marki. Lesa meira

20 ára vígsluafmæli Friðrikskapellu - Hátíðardagskrá

Í ár eru 20 ár síðan kapella var vígð í nafni sr. Friðriks Friðrikssonar á afmælisdegi hans, 25. maí, og af því tilefni verður hátíðardagskrá í Friðrikskapellu laugardaginn 25. maí frá kl. 14.00 – 16.00. Lesa meira

Valur - Keflavík í Pepsídeild karla

Sunnudaginn 26.maí kl. 19:15 eigast við á Vodafonevellinum Hlíðarenda Valur og Keflavík. Valur er í þriðja sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir með 8.stig en Keflavík er í áttunda sæti með 4.stig og því ljóst að um hörkuleik verður að ræða. Lesa meira

Ægir Hrafn í Val

Ægir Hrafn kominn heim og skrifar undir 2. ára samning við handknattleiksdeild Vals. Lesa meira

Ungir og efnilegir skrifa undir í handboltanum

Daði Laxdal Gautason og Valdimar Sigurðsson hafa endyrnýjað samninga sína við handknattleiksdeild Vals. Þessir drengir eru ásamt fleiri uppöldum leikmönnum félagsins svo sannarlega í framtíðarplönum Vals og Ólafs Stefánssonar. Lesa meira

Valur - Stjarnan í Pepsídeild kvenna

Þriðjudaginn 28.maí er stórleikur í Pepsídeild kvenna er bikarmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn á Hlíðarenda. Leikurinn hefst kl.19:15 og hvetjum við alla Valsara til að fjölmenna og styðja stelpurnar. Lesa meira

Góður sigur á Keflavík

Valsmenn unnu góðann heimasigur á Keflavík í gærkvöldi en lokatölur voru 4-0 eftir að staðan í hálfleik var 1-0. Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður haldinn að Hlíðarenda þriðjudaginn 28.maí kl.17:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Lesa meira

Valur - Fram í Borgunarbikar karla

Það er sannkallaður stórleikur í 32.liða úrslitum í Borgunabikarkeppni karla fimmtudaginn 30.maí kl.20:00. Við Valsmenn eigum heimaleik gegn Fram og hvetjum við alla Valsara að fjölmenna og styðja drengina. Lesa meira

Uppskeruhátíð yngriflokka

Þá fer tímabilinu 2012/2013 í handbolta og körfubolta að ljúka og við munum að sjálfsögðu enda veturinn með uppskeruhátíð. Lesa meira

Dregið í 16.liða úrslit Borgunarbikar kvenna

Í hádeginu í dag miðvikudaginn 29.maí var dregið í 16.liða úrslit í Borgunarbikarkeppni kvenna. Við fengum útileik gegn Selfoss og fer leikurinn fram á Selfossi þriðjudaginn 11.júní. Lesa meira

Tap í bikarnum

Valsmenn lutu í lægra haldi fyrir Fram í 32.liða úrslitum í Borgunarbikarkeppni karla í gærkvöldi. Lokatölur voru 1-2 fyrir Fram en nánari samantekt má finna á http://valsarar.net/ Lesa meira

Hannes Jón leikmaður þýsku 2.deildar

Hannes Jón valinn bestur í þýsku 2 deildinni. Lesa meira