35 fréttir fundust fyrir september 2013

Magnús Már framlengir við Val

Magnús Már Lúðvíksson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélagið Val. Magnús sem er 32 ára hefur spila frábærlega vel það sem af er sumri og því er það mikið ánægjuefni að framlengja þessu farsæla samstarfi. Lesa meira

Andri Fannar framlengir við Val

Andri Fannar Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélagið Val um 2 ár. Andri Fannar er 22ja ára og hefur leikið 15 leiki með yngri landsliðum Íslands og 112 leiki með meistaraflokki. Lesa meira

FH - Valur í Pepsídeild kvenna

Laugardaginn 7.september eiga stelpurnar okkar útileik gegn FH í Pepsídeild kvenna. Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst kl.14:00 og hvetjum við alla Valsara til að fjölmenna. Lesa meira

Leikmannakynning og skemmtikvöld

Miðvikudaginn 11.september verður leikmannakynning og skemmtikvöld handboltans haldið að Hlíðarenda. Herlegheitin hefjast kl.18:30 og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta enda verður þetta toppskemmtun. Lesa meira

Indriði Áki í byrjunarliði U-19

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri leikur vináttuleik gegn Skotum í dag. Leikurinn fer fram ytra og er Indriði Áki leikmaður okkar í byrjunarliðinu. Lesa meira

Íþrótta og boltaskóli Vals - haust 2013

Íþrótta og Boltaskóli Vals hefst þann 7.september. Hvetjum alla foreldra með börn á leikskólaaldri að kynna sér námskeiðin. Lesa meira

Haukur Páll kallaður inn í A-landsliðið

Fyrirliði okkar Valsmanna hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðhópinn sem á leik gegn Albaníu á morgun þriðjudag. Haukur Páll á einn leik að baki með A-landsliðinu en sá leikur var í febrúar 2012. Lesa meira

Lengjubikar kvenna

Miðvikudaginn 11.september er leikur í Lengjubikarnum hjá meistaraflokki kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram kl. 19:30 í Vodafonehöllinni og mótherjar okkar eru Stjarnan úr Garðabæ. Lesa meira

Fram - Valur í Reykjavíkurmóti karla

Þriðjudaginn 10.september eigum við Valsmenn útileik gegn Fram í Reykjavíkurmótinu í handbolta og fer leikurinn fram í Safamýri kl.18:00. Lesa meira

Þróttur - Valur í Pepsídeild kvenna

Miðvikudaginn 11.september eiga stelpurnar okkar útileik gegn Þrótti og hefst leikurinn kl.17:30. Lesa meira

Valur - Breiðablik í Pepsídeild karla

Föstudaginn 13.september eigast við í Pepsídeild karla lið Vals og Breiðabliks. Leikurinn fer fram á Vodafonevellinum Hlíðarenda og hefst kl.17:30 Lesa meira

Leikmannakynning í kvöld hjá handboltanum

Í kvöld miðvikudaginn 11.september verður leikmannakynning og skemmtikvöld handboltans haldið að Hlíðarenda. Herlegheitin hefjast kl.18:30 Lesa meira

Uppskeruhátíð yngri flokka í fótbolta

Við viljum minna alla foreldra á að sunnudaginn 15.september fer uppskeruhátíð yngri flokka félagsins í knattspyrnu fram. Hátíðin hefst klukkan 14:00 og verða veittar viðurkenningar og farið lauslega yfir liðið tímabil. Lesa meira

Happdrætti Knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeild Vals stendur þessa dagana fyrir happdrætti með glæsilegum vinningum þar sem að heildarverðmæti vinninga er tæp miljón krónur. Lesa meira

Valur - Selfoss Pepsideild kvenna

Laugardaginn 14.september kl.16:15 eiga stelpurnar okkar heimaleik i Pepsideild kvenna gegn Selfoss. Lesa meira

Fram - Valur meistarar meistaranna

Sunnudaginn 15.september fer fram leikur meistara meistaranna í handbolta kvenna. Valsstelpur sem eru ríkjandi bikarmeistarar leika gegn Íslandsmeisturum Fram. Leikurinn fer fram í Safamýri og hefst kl.18:00 Lesa meira

FH - Valur Pepsideild karla

Mánudaginn 16.september eigast við í Pepsídeild karla heimamenn í FH og Valur. Leikurinn fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði og hefst kl.17:15 Lesa meira

Valur Reykjavíkurmeistari 2014

Meistaraflokkur Vals varð Reykjavikurmeistari i kvöld Lesa meira

Valur - Haukar í Olísdeildinni

Fimmtudaginn 19.september fer fram fyrsta umferðin í Olísdeild karla í handbolta. Við Valsmenn eigum heimaleik gegn Haukum og hefst leikurinn kl.20:00. Lesa meira

Valsstrákarnir í handbolta - Pistill

Fullþroskuð ber og ryðlitað lauf þýðir bara eitt. Handboltavertíðin er að fara af stað. Sparki sumarsins er að ljúka og við Valsmenn snúum okkur að vetrarverkefnunum. Lesa meira

ÍBV - Valur í Pepsídeild karla

Fimmtudaginn 19.september eigast við í Vestamannaeyjum heimamenn í ÍBV og Valur í Pepsídeild karla. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli og hefst kl.17:00 Lesa meira

Valsstelpurnar í handbolta - Pistill

Valsstelpurnar hafa ekki tekið þátt í neinum haustmótum og því rennum við dálítið blint í sjóinn um það hvernig horfi með fyrstu leiki liðsins. Lesa meira

Valur - ÍBV í Olísdeild kvenna

Laugardaginn 21.september hefst Olísdeild kvenna og eigum við heimaleik gegn ÍBV. Leikurinn hefst kl.13:30 og það er frítt inn - Það er vonandi að sem flestir mæti og styðji stelpurnar. Lesa meira

Valur - KR í Pepsídeild karla

Sunnudaginn 22.september eigast við í Pepsídeild karla Valur og KR. Leikurinn hefst kl.16:00 og hvetjum við alla Valsara að mæta og styðja drengina. Lesa meira

4.flokkur kvenna Íslandsmeistarar

4.flokkur kvenna í knattspyrnu urðu á dögunum Íslandsmeistarar! Stelpurnar sigruðu lið KA 0-1 í hörku leik á Akureyri og eru vel að titlinum komnar. Frábær árangur hjá þeim og framtíðin björt á Hlíðarenda. Við óskum þeim auðvitað innilega til hamingju með árangurinn. Lesa meira

Flott byrjun - Pistill

Við Valsmenn höfum hreinlega verið að fara úr límingunum af tilhlökkun yfir komandi handboltavertíð. Lesa meira

Haustbragur í fyrsta leik - Pistill

Eyjastelpur komu í heimsókn í gær í fyrsta leik Olísdeildarinnar kvenna. Við ættum sjálfsagt ekkert að vera að taka á móti þeim yfir höfuð þar sem ein stelpuskjátan úr þeirra hópi hafði af okkur bráðefnilegan hornamann og tók með sér út í Eyjar. Lesa meira

FH - Valur í Olísdeild karla

Fimmtudaginn 26.september eigast við í Olísdeild karla heimamenn í FH og Valur. Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst kl.19:30 Lesa meira

Vinningsnúmer í happdrætti

Búið er að draga í happdrætti knattspyrnudeildar. Hér að neðan má sjá vinningsnúmer. Vinninga verður hægt að vitja á þriðjudagskvöldið 1. oktober milli kl. 18.00-20-00 í Vodafonehöllinni. Lesa meira

Valur - Selfoss í Olísdeild kvenna

Laugardaginn 28.september eigast við í Olísdeild kvenna Valur og Selfoss. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda og hefst kl.13:30. Lesa meira

Víkingur Ó - Valur í Pepsídeild karla

Laugardaginn 28.september er lokaleikur okkar manna í Pepsídeild karla á þessu tímabili. Við eigum útileik gegn Víking Ólafsvík og hefst leikurinn kl.14:00 Lesa meira

Einn á lúðurinn - Pistill

Það er ekki nóg að taka við sigursæti í spá félaganna á haustfundi deildarinnar og setja síðan sjálfstýringuna í gang. Lesa meira

Úrslit í Lengjubikar kvenna

Sunnudaginn 29.september fer fram úrslitaleikur í Lengjubikarkeppni kvenna í körfubolta. Valsstúlkur mæta þá liði Hauka og fer leikurinn fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík og hefst hann kl.17:00 Lesa meira

Sigur í kaflaskiptum leik - Pistill

Leikjaröðunin í Olísdeildinni er þannig að ætla mætti að áhugamaður í landafræði hefði fengið að tímasetja í hvaða röð við mættum liðunum í deildinni. Lesa meira

Valur Lengjubikarmeistari kvenna

Í dag varð Valur Lengjubikarmeistari kvenna í körfubolta. Valsstúlkur mættu Haukum í úrslitaleik sem fram fór í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lesa meira