28 fréttir fundust fyrir febrúar 2014

Bikarslagur hjá stelpunum!

Á miðvikudagskvöldið kl. 18 eigast við Valur og ÍBV í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Leikurinn skiptir miklu máli fyrir félagið og eru stuðningsmenn hvattir til að mæta. Smelltu á "lesa meira" til að sjá upphitunarmyndband fyrir leikinn. Lesa meira

Stelpurnar með miða í Höllina – pistill

Síðast þegar Valsstelpur mættu ÍBV í Eyjum stálu heimastelpur sigrinum á lokamínútum eftir að Valur hafði verið yfir nær allan leikinn. Þau úrslit höfðu augljóslega mikið að segja um andlegt ástand leikmanna í gærkvöldi. Lesa meira

Það er komið að heimaleik hjá mfl.karla í handbolta!

Á föstudagskvöldið er komið að fyrsta heimaleik ársins hjá strákunum í handboltanum. HK kemur í heimsókn sitjandi í neðsta sæti Olís-deildarinnar og mun selja sig dýr. Leikurinn hefst kl. 20:00 og er ykkar stuðningur mikilvægur. Á fésbókarsíðu Vals handbolta má sjá skemmtilegt upphitunarmyndband fyrir leikinn Lesa meira

Coca-Cola bikarinn: stórleikur gegn Haukum!

Á mánudagskvöldið kl. 19:30 fer fram stórleikur í Coca-Cola bikarnum í handbolta þegar Valsmenn fá Hauka í heimsókn. Þetta er sannkallaður stórleikur sem enginn Valsari lætur framhjá sér fara. Sé smellt á "lesa meira" má sjá upphitun frá leikmönnum Vals. Lesa meira

Upphitunarmyndband vegna stórleiks Vals og Hauka í Coca-Cola bikar karla

Hér má sjá viðtal við Ólaf Stefánsson og Ragnar Óskarsson sem tekið er vegna stórleiks Vals og Hauka í Coca-Cola bikarnum í handbolta. Viðtalið má hlusta á með því að ýta á "smella á meira". Lesa meira

Ótrúlegur leikur- pistill

„Lífið er eins og konfektkassi. Þú veist aldrei hvað er í þínum mola.“ Svo hljóðaði speki hins greindarskerta Forrest Gump. En þannig er það með karlalið Vals í handbolta. Það er einfaldlega allra veðra von þegar maður mætir á leiki Valsliðsins. Lesa meira

U17 karla í knattspyrnu

Sindri Scheving hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U17 ára landsliði karla í knattspyrnu. Æfingar fara fram undir stjórn Þorláks Más Árnasonar. Við óskum Sindra auðvitað til hamingju með árangurinn og óskum honum góðs gengis. Lesa meira

Tap í háspennuleik - pistill

Eftir flugeldasýninguna gegn HK í síðasta leik var næsta verkefni okkar Valsmanna að taka á móti Haukum í fjórðungsúrslitum CocaCola-bikarsins. Enn einn KFUM slagurinn í uppsiglingu en með öllu óvíst að rúm yrði fyrir kristilegan kærleik á parketinu. Lesa meira

FH - Valur Olísdeild kvenna

Komdu með í fjörðinn að styðja stelpurnar okkar! Laugardaginn 15.febrúar klukkan 16:00 mæta stúlkurnar úr Val liði FH í Olísdeild kvenna í handbolta. Lesa meira

Landsliðsæfingar U19 kvenna í knattspyrnu

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið tvær stúlkur úr Val á æfingar hjá U19 liði Íslands í knattspyrnu. Lesa meira

A-landslið kvenna í knattspyrnu

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur valið hóp á landsliðsæfingar A kvenna í knattspyrnu sem fram fara helgina 22.-23.febrúar. Lesa meira

Hinn efnilegi Ýmir Örn skrifar undir til þriggja ára

Ungur og stórefnilegur leikmaður 2-3 flokks karla Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Vals og benda má á að bróðir hans er leikmaður mfl karla Orri Freyr. Lesa meira

Undanúrslit Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu

Undanúrslit Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu fara fram fimmtudaginn 20.febrúar í Egilshöll. Valur mætir KR og hefst leikurinn klukkan 18:45. Lesa meira

Valur - Fram Olísdeild kvenna

Í kvöld mætast Valur og Fram í Olísdeild kvenna í handknattleik. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og við hvetjum alla Valsara til að koma og styðja við bakið á stelpunum. Áfram Valur Lesa meira

Mist Edvardsdóttir í Val

Mist Edvardsdóttir skrifaði í dag undir samning við Val Lesa meira

Seiglusigur – pistill

Undirritaður hefur svikið Valsstelpurnar um pistla að undanförnu. En jafnframt verið með samviskubit yfir því að skrifa í sífellu um heilsufar stelpnanna líkt og sjúkraskrár þeirra séu vistaðar á tölvunni minni. Lesa meira

Sindri Scheving í U17

Þorlákur Már Árnason, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið Sindra Scheving í hópinn sem mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum í Kórnum þann 28.febrúar og 2.mars. Lesa meira

Rakel Loga endurnýjar samning

Rakel Logadóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við Val Lesa meira

Valur í úrslit Reykjavíkurmóts

Valur - Fylkir í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu Lesa meira

Toppslagur í hjá stelpunum í Olís deildinni á laugardag kl. 16!

Það verður sannkallaður toppslagur hjá meistaraflokki kvenna í handbolta á laugardag kl. 16 þegar þær fara í Garðabæinn og mæta efsta liði deildarinnar, Stjörnunni. Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess að Valsarar nær og fjær mæti og styðji stelpurnar. Skemmtilegt viðtal við þær Berglindi Hansdóttur og Sigurlaugu Rúnarsdóttur fylgir með sé smellt á "lesa meira". Lesa meira

Forsala hafin á undanúrslitaleik kvenna í handknattleik

Fimmtudaginn 27.febrúar n.k. munu stelpurnar okkar í handbolta spila undanúrslitaleik í bikar við Hauka. Leikurinn hefst kl. 20:00 í Laugardalshöll. Lesa meira

Undanúrslit Coca Cola bikarsins

Haukar og Valur mætast fimmtudaginn 26.febrúar klukkan 20:00 í Undanúrslitum Coca Cola bikarsins í handknattleik. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og auðvitað er skyldumæting fyrir alla Valsara! Lesa meira

Gígja Valgerður í Val

Gígja Valgerður Harðardóttir skrifaði í gærkvöldi undir samning við Val. Lesa meira

Konukvöld Vals

Laugardagskvöldið 1.mars er komið að hinu árlegaKonukvöldi Vals. Þetta er frábært tækifæri fyrir allar konur að skemmta sér saman! Kvldið hefst klukkan 19:00 með ferskum fordrykk. Miða- og borðapantanir á valur@valur.is og sala í sjoppunni á Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Lesa meira

Stjarnan og Valur leika til úrslita í Coca Cola bikarnum

Það verða Stjarnan og Valur sem leika til úrslita í Coca Cola bikar kvenna á laugardaginn 1.mars en liðið sigruðu sína leiki í undanúrslitum sem fór fram í gær. Lesa meira

Öruggur sigur og sæti í úrslitum – pistill

Síðast spiluðu Valsstelpurnar gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem okkar stelpur áttu flestar afleitan leik og við töpuðum með fjórum mörkum. Sá leikur fyllti Haukastelpurnar sjálfstrausti og þjálfari þeirra fékk nýjan samning fyrir tiltækið. Lesa meira

Landsliðsmenn og konur Vals á ferð og flugi

Landsliðsþjálfara hinna ýmsu landsliða hjá KSÍ hafa valið fjölda Valsara í hópa sína. Lesa meira

Hópferð í Höllina

Við boðum alla Valsara á Hlíðarenda á morgun klukkan 11. hér byrjar fjörið og upphitun fyrir stórleik helgarinnar sem er auðvitað úrslitaleikur Vals og Stjörnunnar í Coca Cola bikar kvenna í handknattleik. Þegar fjörinu líkur hér mun rúta mæta á svæðið og ferja fólk í Laugardalinn þar sem allir eiga að garga úr sér lungun og styðja Valsstelpurnar okkar. Skoðið upphitunarmyndband sem er neðst í fréttinni. Lesa meira