23 fréttir fundust fyrir mars 2014

Valur - Hamar Olísdeild kvenna

Það er stórleikur í körfuboltanum í Vodafonehöllinni miðvikudaginn 5.mars klukkan 19:15. Stúlkurnar í Hveragerði mæta á svæðið og með sigri tryggja Valsstúlkur sér sæti í úrslitakeppninni! Við hvetjum ALLA Valsara til að koma og styðja stelpurnar, þær þurfa á þínum stuðning að halda! Lesa meira

Saltkjöt og baunir – bikar! - pistill

Fréttaritarinn hljóp á harðaspani út úr matarboði í gærkvöldi eftir að hafa tekið vel á því við saltkjöt og baunir í boði með stórfjölskyldunni. Það er vitaskuld argasti dónaskapur að hlaupa svo skyndilega frá sínum nánustu þegar helgiathöfnin stendur yfir. Lesa meira

... og ártal á vegginn – pistill

Það var fallega gert af henni Karólínu að bjóða okkur öllum í afmælið sitt. Rautt þema upp úr hádegi á laugardegi klikkar ekki. Veðrið gott, sól á himni og vorfiðringurinn farinn að kitla magann. Það var því engin ástæða til að mæta með ólund á úrslitaleik bikarkeppninnar. Lesa meira

Hugrún Arna skrifar undir samning

Rétt fyrir helgi skrifaði Hugrún Arna Jónsdóttir undir samning við Val í knattspyrnu. Lesa meira

Valur CocaCola bikarmeistari 2014

Valsstelpur tryggðu sér þriðja Bikarmeistaratitilinn í röð Lesa meira

Valur - HK Olísdeild karla

Í kvöld 6.mars, mætast Valur og HK í Olísdeild karla í handknattleik. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á strákunum. Lesa meira

Sátt í máli Patreks og Vals

Samkomulag hefur náðst milli Patreks og Vals Lesa meira

Valur - HK Olísdeild kvenna

Valur og HK mætast í Olísdeild kvenna í handknattleik föstudaginn 7.mars klukkan 20:15. Þetta er fyrsti leikur hjá stelpunum eftir sigurinn á Stjörnunni og auðvitað er skyldumæting fyrir alla Valsara. Lesa meira

Valur - Stjarnan Dominosdeild karla

Valur mætir Stjörnunni í Dominosdeild karla í körfuknattleik í kvöld, föstudaginn 7.mars. Drengirnir stefna á að ljúka tímabilinu með stæl og þurfa þinn stuðning. Leikurinn hefst á slaginu 18:00. Lesa meira

James Hurst leikur með Val á komandi tímabili

James Hurst er Valmönnum að góðu kunnur en hann lék með liðinu á s.l tímabili við mjög góðan orðstír. Hurst fór frá Val til Crawley Town þar sem hann spilaði yfir 20 leiki í ,,League One“ á Englandi. Lesa meira

Leikmenn í yngri landslið Íslands í körfuknattleik

Það er frábært að geta sagt frá því að Valur á tvo fulltrúa í U18 ára landsliði kvenna í körfuknattleik. Þær Elsa Rún Karlsdóttir og Margrét Ósk Einarsdóttir hafa verið valdar í U18 ára lið Íslands sem mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Lesa meira

U18 ára landslið karla í handknattleik

Valsmenn eiga einn fulltrúa í U18 ára liði Íslands í handknattleik karla sem mætir Dönum í Danmörku dagana 4.-6.apríl. Leiknir verða þrír leikir og fulltrúi Vals í þessum leikjum er Sturla Magnússon. Við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis. Lesa meira

Briddsmót Vals 2014

Briddsmót Vals verður haldið í Lollastúku í Vodafonehöllinni mánudaginn 24.3.2014 klukkan 19:30. Lesa meira

Dóra María Lárusdóttir komin með 100 landsleiki

Hin magnaða Dóra María Lárusdóttir náði þeim frábæra áfanga að spila landsleik númer 100 þegar Íslensku stelpurnar sigruðu þær Sænsku 2-1 á Algarve í gær. Lesa meira

Snæfell - Valur Mfl.kvenna Úrslitakeppnin

Þá fer hið magnaða einvígi á milli Vals og Snæfells í meistaraflokk kvenna í körfuknattleik að hefjast! Þetta er fyrsta umferð í úrslitakeppni Domino's deildarinnar og fyrsti leikur er í Stykkishólmi laugardaginn 15.mars klukkan 15:00. Lesa meira

Íþróttaskóla Vals lauk 15.mars

Íþróttaskóla Vals lauk í morgun, 15.mars. Rétt tæplega 40 börn sóttu skólans í alls tíu skipti og stóðu sig vel. Í síðasta tímanum var mikil gleði, krakkarnir fengu að fara frjálst á milli stöðva og fallhlífar. Allir fengu glaðning frá Íslandsbanka í lokin og svo fengu krakkarnir kökusneið og djús. Íþróttaskólinn fer nú í frí fram í ágúst, áhugasamir geta sent fyrirspurnir á itrottaskolivals@gmail.com Smellið á "lesa meira" fyrir myndir. Lesa meira

Valur - Snæfell í kvöld

Nú er komið að því að við Valsarar sýnum úr hverju við erum gerðir! Við skulum ekki leyfa þeim að klára þetta einvígi á okkar heimavelli. Við hvetjum alla til að mæta, leikurinn hefst þann 21.mars klukkan.19:15 Lesa meira

Uppeldið að skila sér – pistill

verkefni sunnudagsins var að taka á móti stelpunum úr KA/Þór. Í liði Norðanstelpna er þorri leikmanna langt innan við tvítugt og voru þær flestar að spila með þriðja flokki fyrr um morguninn. Í þjálfarateymi þeirra eigum við Valsmenn góðan félaga, sjálfan Gunnar Erni Birgisson (Gussa), sem þjálfaði í nokkur ár hjá okkur á Hlíðarenda við gott orðspor. Lesa meira

Rúta í Stykkishólm

Stelpurnar í körfubolta eiga stórleik í kvöld þegar þær mæta Snæfell í oddaleik um sæti í úrslitum Dominosdeildar kvenna í körfuknattleik. Lesa meira

Kótilettuveisla í frábærum félagsskap!

Til allra árskorthafa! Það er okkur sérstök ánægja að bjóða ykkur til kótilettuveislu, í samstarfi við okkar frábæru styrktaraðila. Staður og stund er fimmtudaginn 27.mars klukkan 18:30 í Lollastúku! Þarna ætlum við að hittast og njóta góðra veitinga í frábærum félagsskap fyrir stórleik Vals og Hauka í Olísdeild karla í handknattleik. Lesa meira

Tampa Bay Rowdies - Valur

Strákarnir í meistaraflokk í knattspyrnu eru þessa dagana staddir í USA og þann 31.mars leika þeir æfingaleik gegn liði Tampa Bay Rowdies. Bæði lið eru á fullu í undirbúning fyrir tímabilið og hingað til hafa Rowdies spilað 4 æfingaleiki þar sem þeir hafa sigrað 3 og gert eitt jafntefli. Lesa meira

Valur - Haukar Olísdeild karla

Í kvöld er stórleikur á dagskrá í Olísdeild karla í handbolta. Topplið Hauka mæta í Vodafonehöllina og etja kappi við okkar menn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og það er ekki spurning að allir Valsarar nær og fjær verða að mæta á völlinn og sína hversu öflugir stuðningsmenn þeir eru! Lesa meira

2.flokkur karla Deildar og bikarmeistarar

Annar flokkur Vals í handknattleik karla náðu þeim frábæra árangri að sigra bæði deild og bikar á dögunum. Þessir efnilegustrákar hafa spilað gríðarlega vel í vetur undir öflugri handleiðslu Ragga, Heimis og Maks ásamt því að Óli Stef hefur tekið virkan þátt í þessu ævintýri. Lesa meira