16 fréttir fundust fyrir janúar 2015

Dósa-, flösku- og jólatrjáasöfnun Vals á nýju ári.

Laugardaginn 10. janúar næstkomandi munu börn og unglingar í Knattspyrnufélaginu Val ganga í hús og safna flöskum og dósum. Lesa meira

Íþróttaskóli Vals hefst laugardaginn 10.janúar n.k.

Íþróttaskóli Vals hefst á ný næsta laugardagsmorgun sem er 10.janúar. Börn fædd 2012 og fyrri hluta árs 2013 eiga tíma frá kl. 9:10-9:45. Börn fædd 2009-2011 eru frá 9:45-10:30. Nánari upplýsingar og kynningarmyndband Íþróttaskólans má sjá með því að smella á fréttina. Lesa meira

Unglingadómaranámskeið verður haldið hjá Val

Unglingadómaranámskeið verður haldið hjá Val í Vodafonehöllinni mánudaginn 12. janúar kl. 19:30. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Val og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira

U-21 landsliðið keppir um helgina.

U-21 árs landsliðið er að keppa um helgina í undankeppninni fyrir HM. Lesa meira

Valur á 11 fulltrúa í kvennalandsliðum Íslands sem æfa um helgina

Um helgina fara fram landsliðsæfingar hjá kvennalandsliðum Íslands, allt frá A-hóp niður í U-17. Það er ánægjulegt að geta greint frá því að alls eru 11 leikmenn Vals valdir í þessa hópa. Sé smellt á fréttina má sjá hvaða leikmenn eru valdir. Lesa meira

Heiða Dröfn Antonsdóttir til liðs við Val

Valskonur hafa fengið mikin liðsstyrk í knattspyrnunni fyrir komandi átök. Heiða Dröfn Antonsdóttir, 23 ára miðjumaður er komin aftur heim í Val eftir dvöl hjá Fylki, í Svíþjóð og nú síðast hjá FH þar sem hún var fyrirliði á liðinni leiktíð. Heiða Dröfn hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 80 leiki í efstu deild og kemur því með dýrmæta reynslu inn í leikmannahópinn. Rætt er við Heiðu og Ólaf þjálfara í fréttinni. Lesa meira

Katrín Gylfadóttir og Hugrún Arna framlengja samninga sína við Val - þrír nýjir leikmenn í meistaraflokk kvenna

Tveir leikmenn meistaraflokks kvenna í fótbolta hafa framlengt samninga sína við Val um tvö ár. Þetta eru þær Katrín Gylfadóttir og Hugrún Arna Jónsdóttir. Þrír nýjir leikmenn eru gengnir til liðs við Val í kvennaknattspyrnunni, Inga Dís Júlíusdóttir kemur frá Aftureldingu, Jóhanna Gústafsdóttir kemur frá FH auk þess sem hún hefur spilað í Noregi, loks er hin leikreynda Anna Garðarsdóttir komin til Vals á ný en hún spilaði tímabilin 2007-11 lengst afmeð Val. Nánari upplýsingar um leikmennina má sjá í fréttinni. Lesa meira

Alfreð Örn Finnsson tekur við meistaraflokk kvenna

Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Alfreð Örn Finnsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna til ársins 2018. Alfreð mun koma til starfa hjá félaginu 1. febrúar næstkomandi og starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins, út yfirstandandi tímabil, en Alfreð tekur svo við liðinu að tímabilinu loknu. Lesa meira

Aðalfundur Fálka

Aðalfundur Fálka föstudaginn 6 febrúar Lesa meira

Happdrætti Knattspyrnudeildar Vals

Happdrætti knattspynudeildar er nú í fullum gangi og gengur sala vonum framar. Hér að neðan má sjá vinningana í happdrættinu. Lesa meira

Maria Selma Haseta til liðs við mfl.kvenna í knattspyrnu

Maria Selma Haseta, tvítugur miðvörður, er gengin til liðs við Val. Maria kemur frá FH þar sem hún lék á liðinni leiktíð en Maria er uppalinn hjá Sindra, Höfn í Hornafirði. Maria skrifar undir tveggja ára samning við Val. Rætt er við Mariu í fréttinni. Lesa meira

Valsblaðið 2014 komið inn á heimasíðu Vals

Nú er hægt að nálgast nýjasta hefti Valsblaðsins hér á heimsíðunni. Hvetjum alla til að kíkja á blaðið ef þeir náðu ekki að næla sér í eintak um áramótin. Lesa meira

Tilkynning til Valsara nær og fjær

Hér er tilkynning varðandi kynningarstarf knattspyrnudeildar Vals, starf sem er gagngert í þágu stuðningsmanna félagsins. Lesa meira

U21 karla í knattspyrnu

Eyjólfur Sverrisson hefur valið fjóra leikmenn frá Val í úrtakshóp U21 árs liðs karla í knattspyrnu. Leikmennirnir eru, Anton Ari Einarsson, Haukur Ásberg Hilmarsson, Ragnar Þór Gunnarsson og Orri Sigurður Ómarsson. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis og til hamingju með áfangann. Lesa meira

"Valur er félag með sterka hefð, ég er stolt að verða hluti af félaginu". Vesna Elísa Smiljkovic til liðs við Val

Vesna Elísa Smiljkovic, rétt að verða 32 ára sóknarmaður er gengin til liðs við Val og hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild. Um er að ræða mikinn liðsstyrk fyrir meistaraflokk kvenna. Lesa meira

"Glæsilegur hópur, flottir leikmenn," Andri Adolphsson til liðs við Val

Andri Adolphsson, 23 ára gamall sóknartengiliður er genginn til lið við Val frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Andri hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 97 meistaraflokksleiki. Með komu Andra eru þjálfara að tryggja sér ungan miðjumann til framtíðar. Rætt er við Andra og Ólaf þjálfara í fréttinni. Lesa meira