37 fréttir fundust fyrir mars 2015

ATH. Ra­f­ræn Reykja­vík ligg­ur niðri!

Um­sókn­ar­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar, Ra­f­ræn Reykja­vík, ligg­ur nú niðri og er búið að gera það síðan í morg­un. Lesa meira

Lambalæri að hætti Lolla - 6.mars - UPPSELT

Ágætu Valsarar. Það er UPPSELT í "Lambalæri að hætti Lolla" í hádeginu á föstudaginn. Lesa meira

Úrdráttur úr happdrætti.

3.3.2015 Dregið hefur verið úr happdrætti á vegum meistaraflokks kvenna í fótbolta. Vinninga er hægt að vitja á skrifstofu Vals frá kl.9-16 alla virka daga. Ef vantar einhverjar upplýsingar er sími 414-8000 eða tölvupóstur valur@valur.is Lesa meira

Stelpurnar taka á móti FH í dag kl:18:00

Þær eru búnar að gleyma síðasta leik og nú tekur baráttan við um gott sæti í úrslitakeppninni... Sjáumst í kvöld. Lesa meira

Keflavík - Valur - Lengjubikar karla

Miðvikudaginn 4.mars klukkan 18:00 mætast Keflavík og Valur í lengjubikar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöll og tilvalið fyrir Valsara að fá sér bíltúr á reykjanesið og styðja við bakið á strákunum. Lesa meira

Leik Vals á móti ÍBV frestað til morguns.

Leik Vals á móti ÍBV í Olísdeild karla, sem átti að vera í kvöld 5.mars verður frestað til morguns 6.mars og hefst hann kl 19:30 Lesa meira

Fyrsta "Lambalæri að hætti Lolla" tókst afar vel til - næst 10.apríl

Fyrr í dag var "Lambalæri að hætti Lolla" haldið í fyrsta skiptið í Lolla-stúkunni. Uppselt var á viðburðinn sem þóttist takast afar vel. Guðni Ágústsson fór með gamanmál og fór hreint á kostum. Í fréttinni má sjá fleiri myndir. Lesa meira

Þakkir til Valsara vegna framlaga til kynningarstarfs knattspyrnudeildar

Þakklætiskveðja fyrir framlög Valsara og fyrirtækja til kynningarstarfs knattspyrnudeildar Vals. Í fréttinni á má sjá Logo-veggi sem gerðir hafa verið og verða framvegis notaðir í myndböndum. Lesa meira

Meistaraflokkarnir í handbolta með góða sigra á útivöllum um helgina.

Góðri handboltahelgi er að ljúka hjá meistaraflokkunum í handbolta. Valskonur fóru í Árbæinn og unnu, Valsmenn fóru norður og sigruðu Akureyringa 26-20. Lesa meira

Æfingar yngriflokka falla niður í dag vegna veðurs

Æfingar yngriflokka félagsins falla niður í dag vegna veðurs. Lesa meira

Valur-Fram Olísdeild karla

Nágrannaslagur fimmtudaginn 12.mars kl 19:30 í Vodafonehöllinni. Lesa meira

Valur - ÍA, Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld

Valsmenn mæta ÍA í Lengjubikarnum í knattspyrnu í kvöld kl. 19. Leikið verður í Egilshöll. Valsarar eru hvattir til að mæta og fylgjast með liðinu í kvöld. Lesa meira

Mist Edvardsdóttir endurnýjar samning sinn við knattspyrnudeild Vals

Það er ánægjulegt að tilkynna að Mist Edvardsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Vals og mun því leika með meistaraflokki kvenna í Pepsi-deildinni á komandi tímabili. Í fréttinni er viðtal sem tekið var að undirskrift lokinni. Lesa meira

ATH ATH - Íþróttaskóli Vals BREYTTUR TÍMI - ATH ATH

Vegna stormviðvörunnar og tilmæla Veðurstofu Íslands breytist tímasetning lokatíma Íþróttaskóla Vals. Tímarnir verða í gamla íþróttasalnum. Nýr tími er eftirfarandi: Yngri hópur: 16:40 -17:15. Eldri hópur: 17:15 -18:00 Lesa meira

Þórdís María Aikman skrifar undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals

Enn berast gleðitíðindi úr herbúðum meistaraflokks kvenna hjá Val. Þórdís Aikman, 22 ára markmaður liðsins hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið sem gildir út árið 2016. Þórdís lék 13 leiki með Val í deild og bikar á síðustu leiktíð. Í fréttinni má lesa viðtal við Þórdísi og sjá skemmtilegt myndband til heiðurs meistaraflokki kvenna af þessu tilefni. Lesa meira

Skemmtilegustu leikir vetrarins í boði Fálka-Valur - Fjölnir

Flestir Valsmenn þekkja til Fálkanna en þeir eru karlaklúbbur sem var stofnaður til að vera bakhjarlar við barna- og unglingastarf í Val. Sá hluti starfsins sem flestir hafa tekið eftir er sala á grilluðum borgurum og pylsum til að afla fjár. En starfið felst ekki eingöngu í fjáröflun því einnig standa Fálkarnir fyrir nokkrum félagslegum atburðum hjá yngri flokkunum. Lesa meira

Skemmtilegustu leikir vetrarins í boði Fálka-Valur – Fjölnir (yngra ár)

Annar leikur í syrpunni Skemmtilegustu leikir vetrarins var leikur yngri Valsstráka (fæddir 2000) gegn Fjölni. Þessi hópur hefur verið afar sigursæll í gegnum árin og má örugglega finna fingraför þeirra á öllum yngri flokka bikurum sem í boði eru. Hópurinn er allfjölmennur og einkennist af hröðu spili og miklum hreyfanleika í vörn og sókn. Lesa meira

Skemmtilegustu leikir vetrarins í boði Fálka-Valur2 – Afturelding2 (yngra ár)

Þriðji leikur í syrpunni Skemmtilegustu leikir vetrarins var leikur yngri Valsstráka (Valur2 fæddir 2000) gegn Aftureldingu. Ritarinn hefur ekki fylgst með þessum strákum eins og félögum þeirra í Val 1. En það fer ekki á milli mála að Valur2 er afar mikilvægt lið í fjórða flokki líkt og öðrum flokkum Lesa meira

Frístundastyrkur í Kópavogi

Nú hefur verið opnað fyrir notkun frístundakorts frá Kópavogsbæ og geta iðkendur sem búsettir eru í Kópavogi nú notað frístundastyrkinn sinn þegar gengið er frá skráningu og greiðslu á æfingagjöldum í yngriflokkum félagsins. Lesa meira

Konukvöld Vals laugardaginn 21.mars

Mæður, ömmur, frænkur og vinkonur miðasala er í fullu gangi og miðarnir rjúka út :-) Komdu og fagnaðu með okkur í frábærum félagsskap, þriggja rétta kvöldverður og frábær skemmtun og dans fram á nóttu... Lesa meira

U21 landslið karla gegn Rúmeníu

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir rúmeníu í vináttu landsleik ytra þann 26.mars. Valsarinn Orri sigurður Ómarsson hefur verið valinn í hópinn og við óskum honum góðs gengis. Áfram Valur Lesa meira

Valur-Haukar Olísdeild karla 19.mars

Einungis fjórir leikir eftir og mikilvægt að fylla stúkurnar. Mætum og hvetjum strákana til sigurs. Áfram Valur. Lesa meira

Valur - Breiðablik Dominosdeild kvk

Meistaraflokkur kvenna í körfu mæta Breiðablik í Vodafonehöllinni á laugardaginn kl 16:30 - mætum og styðjum stelpurnar til sigurs. Lesa meira

Valsbingó sunnudaginn 22.mars.

Sunnudaginn á Hlíðarenda kl.15:00 Lesa meira

Skemmtilegustu leikir vetrarins í boði Fálka

Síðasti leikur tímabilsins undir leikjaröðinni Skemmtilegustu leikir vetrarins var leikinn í gærkvöldi, sunnudaginn 22. mars. Nú var komið að stelpunum í 4. flokki að spila sinn leik. Að þessu sinni voru andstæðingarnir Framstelpur. En leikurinn er síðasti heimaleikur Vals á tímabilinu. Lesa meira

U-17 ára landslið karla í handknattleik

Valinn hefur verið æfingahópur U-17 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga um páskana. Valsmenn eiga þrjá fulltrúa í þessum hóp en það eru þeir, Alexander Másson, Gísli Gunnarsson og Markús Björnsson. við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis. Lesa meira

U-15 ára landsliðs karla í handknattleik

Valinn hefur verið æfingarhópur u-15 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga í páskavikunni. Lesa meira

Strákarnir í Olísdeildinni keppa á móti ÍR í Breiðholti.

Það er mjög mikilvægur leikur í kvöld í Breiðholtinu. Topplið Vals í Olís-deild karla geta orðið deildarmeistari í kvöld með sigri á ÍR fari svo að Afturelding tapi gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Mætum og styðjum strákana til sigurs. Lesa meira

Úrslitakeppni M.fl.karla í körfu Valur-FSu

Sunnudaginn 29.mars kl 19.30 mætast Valur og FSu í öðrum leik í úrslitakeppni meistaraflokks karla í körfuknattleik. Lesa meira

Valur - Þór kl. 13 á laugardag í Lengjubikar karla í knattspyrnu

Valsmenn mæta Þór í Lengjubikarnum í knattspyrnu á laugardag kl. 13 í Egilshöll. Valur er í 2.sæti í sinum riðli í Lengjubikarnum. Valsarar eru hvattir til að mæta og styðja liðið. Lesa meira

Valur-Haukar í Dominosdeild kvk.

Laugardaginn 28.mars kl 16:30 taka stelpurnar í körfunni á móti Haukastelpum. Búist er við hörkuleik. Lesa meira

Valur deildarmeistari í 3.flokk karla

Valsmenn halda áfram að gera góða hluti í handboltanum. Bæði Valur 1 og Valur 2 tryggðu sér deildarmeistaratitla um helgina sem leið. Valur 1 sigruðu 1.deildina og Valur 2 sigruðu þriðju deild. Lesa meira

Stjarnan-Valur Olísdeild karla í kvöld í Mýrinni.

Valsmenn geta orðið deildarmeistarar í kvöld með sigri á Stjörnunni. Þetta er titill sem er hvað erfiðast er að vinna og sá erfiðasti frá upphafi þar sem núna er leikinn þreföld umferð í 10 liða deild. Mætum í Mýrina og styðjum strákana til sigurs. Lesa meira

Valur deildarmeistari 2015

Val­ur lagði Stjörn­una með einu marki, 26:27 er liðin mætt­ust í næst síðustu um­ferð Olís­deild­ar karla í hand­knatt­leik. Vignir Stefánsson átti stórleik og skoraði 10 mörk. Lesa meira

Valur-Selfoss HKD í kvöld í Vodafonehöllinni

Síðasti deildarleikurinn hjá stelpunum í kvöld. Mætum og styðjum stelpurnar. Áfram Valur. Lesa meira

Landsliðskonur í knattspyrnu

Tveir leikmenn Vals hafa verið valdir í landsliðsverkefni hjá KSÍ. Elín Metta Jensen var kölluð í A landsliðið sem mætir Hollandi og Málfríður Anna Eiríksdóttir heldur utan með U-19 ára liðinu. Förinni hjá U-19 ára liðinu er heitið til Frakklands þar sem liðið mun spila 3 leiki. Lesa meira