sem gefin var út árið 2003.
Formáli námskráarinnar:
Knattspyrnufélagið Valur á sér 92 ára einstaka sögu í
íþróttahreyfingunni og æskulýðsstarfi í Reykjavík. Sagan nær til
árangurs á sviði íþrótta en einnig til tengsla félagsins við
æskulýðsleiðtogann séra Friðrik Friðriksson og KFUM og K.
Knattspyrnufélagið Valur er eitt mesta afreksfélag Íslands í
knattleikjunum knattspyrnu og handknattleik. Auk þess er
körfuknattleikur stundaður innan vébanda félagsins.
Fjórir einstaklingar úr röðum félagsins hafa verið valdir
Íþróttamenn ársins á Íslandi en ekkert íþróttafélag hefur átt
jafnmarga fulltrúa í þeim hópi. Þá hafa margir helstu forystumenn
íslenskrar íþróttahreyfingar átt rætur sínar að rekja til Vals og
unnið ómetanlegt starf við uppbyggingu félagsins og
íþróttahreyfingarinnar á Íslandi á undanförnum áratugum.
Starfsemi Vals hefur mótast af hefðum samfélagsins og verklagi
forystumanna félagsins á hverjum tíma, en ytri og innri kröfur til
gæða félagsstarfsins hafa verið mismunandi hverju sinni.