Sumarstarf Vals 2017

 • Sumarbúðir í Borg fyrir 6-11 ára - 7. námskeið í júní og júlí
 • Knattspyrnuskóli Vals fyrir 6-11 ára - 7. námskeið í júní og júlí
 • Handboltaskóli Vals fyrir 1. - 4. bekk - 2 námskeið í ágúst
 • Körfuboltaskóli Vals fyrir 6-11 ára - 3 námskeið í júní og 2 í ágúst
 • Tækniæfingar í knattspyrnu fyrir 3.-5. flokk kk og kv.

Skráning í öll námskeið hefst fimmtudaginn 4. maí - smelltu hér!

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér að neðan

Æfingatafla Fótbolti | Sumar 2017 (Tekur gildi 12. júní)

Sumartafla 2017 uppfærð.jpg

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sumarbúðir í Borg | Sumarið 2017

 

Hinar margrómuðu Sumarbúðir í Borg verða á sínum stað þetta sumarið en um er ræða sumarleikjanámskeið sem býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Á dagskrá verður meðal annars:

 • Vettvangsferðir og ratleikir
 • Fyrirtækjaheimsóknir
 • Strand- og fjöruferðir
 • Safnaferðir
 • Hæfileikakeppni
 • Góðir gestir koma í heimsókn í lok hvers námskeiðs

Lögð er áhersla á fjölbreytta íþróttaiðkun þar sem unnið er með skyn- og hreyfiþroska barna í gegnum fjölbreytta leiki.

Helsta markmið námskeiðsins er að veita börnunum fjölbreytt íþróttauppeldi og byggja upp hjá þeim heilbrigðar og hollar lífsvenjur í öruggu, jákvæðu og skemmtilegu umhverfi.

Líkt og undanfarin ár geta þátttakendur valið um að fá heitan mat í hádeginu og er rík áhersla lögð á hollan og góðan heimilismat. Hægt er skrá þátttakendur í  hálft námskeið með eða án hádegismatar. Með þeim hætti geta þátttakendur t.d. verið í knattspyrnu-handbolta- eða körfuboltaskóla Vals fyrir hádegi og í Sumarbúðunum eftir hádegi.

 

Dagsetningar Sumarbúða í Borg

Námskeið 1: 12.júní-16.júní (5 dagar)

Námskeið 2: 19.júní-23.júní (5 dagar)

Námskeið 3: 26.júní-30.júní (5 dagar)

Námskeið 4: 3.júlí-7.júlí (5 dagar)

Námskeið 5: 10. Júlí - 14. júlí (5 dagar)

Námskeið 6: 17. júlí - 21. júlí (5 dagar)

Námskeið 7: 24. júlí - 28. júlí (5 dagar)

Verð per námskeið:

 • Sumarbúðir, allur dagurinn með hádegismat..................19.300
 • Sumarbúðir, allur dagurinn án hádegismatar..................12.800
 • Sumarbúðir fyrir hádegi með hádegismat.....................12.900
 • Sumarbúðir fyrir hádegi án hádegismatar.......................6.400
 • Sumarbúðir eftir hádegi án hádegismatar.......................6.400

 

Hagnýtar upplýsingar um Sumarbúðir í Borg

 

Dagskrá: www.valur.is/born-unglingar/sumarbudir-dagskra (birtist þegar nær dregur námskeiði)

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Knattspyrnuskóli Vals | Sumarið 2017 | Skráning hér: https://valur.felog.is/

Knattspyrnuskóli Vals verður líkt og undanfarin sumur starfræktur fyrir hádegi og er ætlaður börnum 6-12 ára. Í knattspyrnuskólanum kynnast börnin grunntækni í knattspyrnu í gegnum leik og lögð er áhersla á að fyrstu kynni barnanna af íþróttinni séu jákvæð og skemmtileg.

Skipt verður í hópa eftir aldri og unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga við boltann hjá hverjum iðkanda. Unnið er eftir kennsluskrá knattspyrnudeildar Vals sem leggur áherslu á að æfingar barna á þessum aldri séu fjölbreyttar og stuðli að bættum skyn- og hreyfiþroska.

Reyndir þjálfarar og leikmenn Vals miðla reynslu sinni á faglegan og skemmtilegan hátt. Valur leggur áherslu á að skapa kjöraðstæður fyrir iðkendur til að njóta sín og hafa gaman af leik og keppni, óháð aldri og getu.

Kennsla í Knattspyrnuskólanum hefst klukkan 9 á morgnanna og stendur til klukkan 12. Í boði verður að vera í Sumarbúðum í Borg eftir hádegi. Hádegisverður er ekki innifalinn í verði en hægt er að kaupa heitan hádegisverð. 

 

Dagsetningar Knattspyrnuskólans

Námskeið 1: 12.júní-16.júní (5 dagar)

Námskeið 2: 19.júní-23.júní (5 dagar)

Námskeið 3: 26.júní-30.júní (5 dagar)

Námskeið 4: 3.júlí-7.júlí (5 dagar)

Námskeið 5: 10. Júlí - 14. júlí (5 dagar)

Námskeið 6: 17. júlí - 21. júlí (5 dagar)

Námskeið 7: 24. júlí - 28. júlí (5 dagar)

Verð per námskeið:

 • Knattspyrnuskóli Vals (9-12).................................... 8.250
 • Knattspyrnuskóli með hádegismat............................ 14.750
 • Knattspyrnuskóli og Sumarbúðir með hádegismat......... 21.150
 • Knattspyrnuskóli og Sumarbúðir án hádegismatar......... 14.650

  

Hagnýtar upplýsingar um Knattspyrnuskóla Vals

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Handboltaskóli Vals

Um er að ræða námskeið fyrir krakka í  1. - 4. bekk bæði stelpur og stráka (2007-2010) þar sem haldið verður áfram að kenna grunnatriði handboltans í gegnum leiki og skemmtilegar boltaæfingar. Þeir sem eru lengra komnir fá enn meiri tækni- og skotkennslu. 

Dagsetningar Handboltaskólans 

Námskeið 1: 8. ágúst -11. ágúst (4 dagar)

Námskeið 2: 14. ágúst -18. ágúst (5 dagar)

 

Verð á námskeið 1: 

 • Handboltaskóli Vals (kl. 9-12)..........................................6.000

Verð á námskeið 2: 

 • Handboltaskóli Vals (kl. 9-12)..........................................7.500

Hagnýtar upplýsingar um Handboltaskóla Vals

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Körfuboltaskóli Vals | 6-11 ára

Körfuboltaskóli Vals verður haldinn í júlí mánuði fyrir áhugasama körfuboltakrakka yngri en 11 ára ( 1. - 5. bekk, 2010-2006). Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir bæði stelpur og stráka, hvort sem iðkendur eru byrjendur eða lengra komnir.

Farið verður yfir öll helstu grunnatriði körfuboltans ásamt því að að spila og fara í allskonar skemmtilega leiki. Skólastjóri skólans verður Víkingur Goði Sigurðarson yngriflokkaþjálfari hjá Val og honum til aðstoðar verða frábærir leiðbeinendur úr yngri flokkum félagsins.

Frábært námskeið fyrir bæði þá sem vilja prófa nýja íþrótt og þá sem hafa æft áður og vilja nýta sumarið í að bæta sig.

Námskeiðið verður haldið samhliða Sumarbúðunum í Borg í júní svo krakkar geta verið í körfuboltaskólanum fyrir hádegi og Sumarbúðirnar á eftir. 

Dagsetningar Körfuboltaskólans 

Námskeið 1: 12.júní-16.júní (5 dagar)

Námskeið 2: 19.júní-23.júní (5 dagar)

Námskeið 3: 26.júní-30.júní (5 dagar)

 

Námskeið 4: 8.ágúst -11. ágúst (4 dagar)

Námskeið 5: 14. ágúst -18. ágúst (5 dagar)

Verð á námskeið 1,2,3:

 • Körfuboltaskóli Vals (9-12)..............................................7.500
 • Körfuboltaskóli með hádegismat......................................14.000
 • Körfuboltaskóli og Sumarbúðir með hádegismat...................20.400
 • Körfuboltaskóli og Sumarbúðir án hádegismat......................13.900

Verð á námskeið 4 og 5:

 • Körfuboltaskóli Vals (9-12).............................................6.000

   

Hagnýtar upplýsingar um Körfuboltaskóla Vals

 • Fyrir börn á aldrinum 6-11 ára
 • Milli 9-12 virka daga eftir - ekki er kennt um helgar
 • Gæsla fyrir börn frá 8-9 og 16-17 (í júní)
 • Hægt að vera í Körfuboltaskóla fyrir hádegi og Sumarbúðunum eftir hádegi (í júní)

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Sumaræfingar | Körfuboltaskóli fyrir krakka í 6.-8. bekk ( 2005-2003 )

Æfingar verða í boði fyrir stráka og stelpur í 6.-8. bekk ( 2005-2003 ) þar sem farið verður yfir öll helstu grunnatriði körfuboltans ásamt skot- og tækniæfingum.

 • Námskeið 1: 12.júní-16.júní
 • Námskeið 2: 19.júní-23.júní
 • Námskeið 3: 26.júní-30.júní

Verð fyrir hvert námskeið er 6.500 kr. Æft verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 13:00 - 14:30 í íþróttahúsi Kennaraháskóla Íslands (Kennó).

Skráning fer fram inn á Valur.is eða gegnum tölvupóst : vgs1508@gmail.com 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Tækniæfingar Vals | Sumarnámskeið fyrir metnaðarfulla leikmenn í 5.-3. flokki

Boðið verður upp á tækniæfingar fyrir metnaðarfullar stelpur og stráka í 5.-3. flokki í bæði júní og júlí. Um er að ræða morgunæfingar frá 8:15 - 9:15 mánudag til fimmtudags á hverju námskeiði.

Þjálfarar úr yngri flokkum ásamt leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna sjá um æfingarnar. 

 

Dagsetningar Tækniæfinga Vals:

Námskeið 1: 12.júní-15.júní (4 dagar)

Námskeið 2: 19.júní-22.júní (4 dagar)

Námskeið 3: 26.júní-29.júní (4 dagar)

Námskeið 4: 3.júlí-6.júlí (4 dagar)

Námskeið 5: 10. Júlí - 13. júlí (4 dagar)

 

Verð per námskeið:

 • Knattspyrnuskóli Vals (9-12)....................................7.500