"Allt flott í kringum liðið," Tómas Óli Garðarsson kominn í Val

Sóknartengiliðurinn Tómas Óli Garðarsson hefur gengið til liðs við Val frá Blikum. Tómas er 21 árs, hefur leikið 72 meistaraflokksleiki og hefur auk þess verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Tómas skrifar undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild.

Tómas Óli er fjölhæfur leikmaður sem hefur góða sendingagetu. Á sínum ferli með Blikum hefur Tómas skorað 6 mörk í 72 leikjum og lagt upp fjölda marka. Landsleikjaferill Tómasar hófst árið 2009 og á hann eftirfarandi leiki að baki:

U-21: 3 leikir
U-19: 9 leikir, 1 mark
U-17: 6 leikir

Með komu Tómasar er félagið að bæta við sig enn einum ungum og efnilegum leikmanni með framtíðina að leiðarljósi. Tómas bætist þar með með þeirra meistaraflokksmanna sem eiga ungmennalandsleiki að baki. Ljóst er að Tómas eykur breiddina í leikmannahópi Vals og mun auka gæði sóknarleiksins til mikilla muna.

Framtíðin í knattspyrnunni að Hlíðarenda er björt, svo mikið er víst.