Mathias Schlie til liðs við Valsmenn

Danski miðjumaðurinn Mathias Schlie er genginn til liðs við Val að láni út þessa leiktíð. Leikmaðurinn lék með Hobro í dönsku úrvalsdeildinni. Schlie er fæddur árið 1988. Hann lék með Vendsyssel í dönsku 1.deildinni á síðustu leiktíð og var einn af bestu mönnum liðsins. Í kjölfar frammistöðu sinnar fór Mathias í úrvalsdeildina á ný með Hobro. Knattspyrnudeild Vals sér Mathias sem öfluga viðbót við góðan leikmannahóp sem er í baráttu efstu liða Pepsi-deildarinnar.