Rasmus Steenberg Christiansen hefur skrifað undir 2 samning við knattspyrnudeild Vals

Rasmus S. Christiansen, 26 ára danskur varnarmaður hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Rasmus hefur leikið hérlendis frá árinu 2010 með ÍBV og KR og verið einn traustasti miðvörður landsins. Koma Rasmusar er mikill fengur fyrir knattspyrnudeildina og undirstrikar þann vilja að hafa Valsliðið í fremstu röð. Rasmus Christiansen hóf sinn feril með Gilleleje og Lyngby en kom til landsin árið 2010 og sló í gegn með ÍBV. Rasmus lék með KR á síðasta tímabili.
Knattspyrnudeild Vals býður Rasmus velkominn í félagið.Athugasemdir