Valsmenn í höllina eftir frækinn sigur á Haukum

Körfuboltalið Vals tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Maltbikars karla eftir frækinn sigur á Haukum. Það var vel mætt í Valshöllina og hörku stemning á pöllunum. 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og fóru Haukar með þriggja stiga forskot til búningsherbergja. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn öll völd á vellinum og innbyrtu að lokum nokkuð sannfærandi sigur 81-70. Austin Magnús Bracy fór á kostum í liði Vals og var af öðrum ólöstuðum maður leiksins með 33 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. 

Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var að vonum ánægður í leikslok og sagði sigurinn kærkomna afmælisgjöf en hann átti einmitt afmæli í gær. "Það er ekki hægt að óska sér neitt betra en sigur á afmælisdeginum" sagði Gústi í samtali við karfan.is. Það stóð ekki á svörum þegar hann var inntur eftir draumamótherja í Laugardalshöll en þá sagðist hann helst vilja mæta KR í úrslitaleik.

Dregið verður til undanúrslita í dag en ásamt Val varða Grindavík, Þór Þorlákshöfn og KR í pottinum. 

Myndir: visir.is

Sjá einnig umfjöllun hjá Vísi og Karfan.is:

http://www.visir.is/ovaent-urslit-i-maltbikarnum--valur-skellti-haukum-og-fer-i-hollina---myndir/article/2017170118947

http://karfan.is/read/2017-01-16/oskubuska-lifir-/