Úrtaksæfingar hjá U16 og U17 kvenna

KSÍ stendur fyrir úrtaksæfingum fyrir U16 og U17 kvenna helgina 20.-22. janúar. Í U16 eru þrjár stelpur úr Val, þær Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, Auður Sveinbjörnsdóttir, og Anna Hedda Björnsdóttir Haaker. Æfingar U16 fara fram undir stjórn Dean Martin.

Í U17 eru Valsstúlkurnar Hallgerður Kristjánsdóttir og Signý Ylfa Sigurðardóttir. Æfingarnar fara fram undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar.

Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis um helgina. Athugasemdir