Kvennalið Vals sækir Njarðvík heim í Dominosdeild kvenna

Kvennalið Vals í körfuknattleik sækir Njarðvík heim laugardaginn 18. febrúar í Dominosdeild kvenna. 

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir í vikunni og báru sigur úr bítum gegn toppliði Skallgríms í Borgarnesi 63-71. 

Leikurinn á morgun hefst klukkan 15:30 og verður háður í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Valur.is hvetur stuðningsmenn til að fjölmenna og styðja stelpurnar til sigurs. Athugasemdir