Fjórir Valsstrákar á æfingum Reykjavíkurúrvals

Þeir Benedikt Darri Gunnarsson, Stefán Björn Skúlason, Kári Daníel Alexandersson og Flosi Valgeir Jakobsson hafa undanfarið verið við æfingar með Reykjavíkurúrvali í knattspyrnu.

Hópurinn býr sig undir Norðurlandamót höfuðborga grunnskóla 2017 sem fer fram í Osló dagana 28 maí - 2. júní næstkomandi. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 en Reykjavík tók fyrst þátt árið 2005.

Keppnin er ætluð drengjum sem eru fæddir 2003, eldra ár 4. flokks.

 Athugasemdir