Ásdís, Eva, Ída og Salka til æfinga með U15 í handbolta

Rakel Dögg Bragadóttir og Ólafur Víðir Ólafsson þjálfarar U-15 ára landsliðs kvenna í handbolta völdu á dögunum 40 stúlkur til æfinga helgina 17. - 19. mars.

Í hópnum eru fjórar Valsstelpur, þær Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Eva Sóldís Jónsdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir og Salka Gústafsdóttir. 

Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.Athugasemdir