Mátunar- og tilboðsdagar í Macron Store

Núna eru búið að skýrast hverjir verða styrktaraðilar á keppnistreyjum Vals. Tilboðsdagar í Macron Store hefjast í þessari viku og til að jafna traffíkina verður byrjað á fótboltanum og hverjum flokki úthlutaðir dagar sem er heppilegast að þeir nýti sér. Tilboðsdagar fyrir handbolta og körfubolta verða auglýstir síðar.

Mátunardagar - fótbolti:

  • 6. flokkur KK+KVK - miðvikudaginn 15. og fimmtudaginn 16. mars 
  • 8. flokkur KK+KVK - föstudaginn 17. og laugardaginn 18. mars
  • 7. flokkur KK+KVK - mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. mars
  • 5. flokkur KK+KVK - miðvikudaginn 22. og fimmtudaginn 23. mars
  • 3+4. flokkur KK+KVK - föstudaginn 24.  og laugardaginn 25. mars

Macron Store Reykjavík er á Grensásvegi 16. Opnunartíminn er 12-18 virka daga og 11-14 á laugardögum. Lengri opnunartímar verða sérstaklega auglýstir.

Ath. þeir sem vita stærðir hjá sínu barni geta pantað á svæði Vals á heimasíðu Macron (http://macron.is/vorur/lidinokkar/valur/). Ef pantað er fyrir meira en 20 þúsund er í boði frí heimsending.

Tilboðin fyrir fótboltann gilda út mars - Sjá nánar á m.f. mynd að neðan:

 Athugasemdir