Ásdís og Ída í æfingahóp U-15 í handbolta

Rakel Dögg Bragadóttir og Ólafur Víðir Ólafsson völdu á dögunum 27 stúlkur til æfinga dagana 10. - 12. apríl næstkomandi.

Í hópnum eru tvær Valsstúlkur þær Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Ída Margrét Stefánsdóttir sem báðar leika með 4. flokki Vals. 

Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum. Athugasemdir