Fróðir foreldrar: Sumarið er tíminn - Það er ekkert að gera!

Fróðir foreldrar kynna sitt fjórða fræðslukvöld, þann 27. apríl kl. 19.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðfangsefnið að þessu sinni er sumarið! Öllum stofnunum og félagasamtökum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem bjóða upp á skipulagt íþrótta- eða tómstundastarf fyrir börn og unglinga bauðst að kynna starfsemi sína milli 19.30 og 22.00. Valur er að sjálfsögðu þátttakandi í kynningunni og verður sumarstarf félagsins kynnt. 

Smelltu hér til að skrá þig til leiksAthugasemdir