Uppboð, til styrktar þátttöku handknattleiksliði Vals í Evrópukeppni

Veglegt málverk frá Kristjáni Jónssyni, myndlistarmanni fer á sérstakt uppboði til styrktar Evrópuverkefni handknattleiksdeildar Vals.

Þetta höfðinglega framlag Kristjáns er til styrktar Evrópukeppni handknattleiksdeildar Vals og rennur allt uppboðsverðið til deildarinnar. Við viljum hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að bjóða í þessa mynd annað hvort með fb skilaboðum hér á síðunni Valurhandbolti eða á senda á dagny@valur.is  nú eða koma við á skrifstofu Vals og bjóða þar.

Málverk.jpg

Myndin sem um ræðir heitir ,,Vitinn á Landsenda" og er eins og sjá má stórglæsileg en stærðin er ca 50 cm x 70 cm. Ekki þarf að taka fram hvað málefnið er gott, eins og allir Valsmenn vita stendur M.fl.karla í stórræðum í Evrópukeppninni (Challenge Cup) og eru komnir í undanúrslit og spila seinni leikinn á móti Turda frá Rúmeníu sunnudaginn 30.apríl n.k.

Kristján er kunnugur mörgum Valsmönnum enda alinn upp á Hlíðarenda, þar sem hann er tíður gestur og var að auki í stjórn handknattleiksdeildar Vals í nokkur ár.

Kristján Jónsson.jpg

Það sem einhverjir kunna e.t.v. ekki að vita er að hann er einn af virkustu samtímalistamönnum þjóðarinnar á sviði málaralistar. Kristján stundaði nám í myndlist í Barcelona fyrir margtlöngu og hefur í meira en tvo áratugi starfað að list sinni eftir að námi lauk. Hann hefur sýnt í mörgum listasölum bæði hér heima og erlendis og verk hans má finna í opinberum jafnt sem einkasöfnum um víða veröld.

Lágmarksboð er 250.000. Uppboðinu líkur þann 11. maí 2017.