Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 8-manna bolta 4. flokks karla

Í vetur var prufað nýtt keppnisfyrirkomulag fyrir hluta af 4. flokki í Reykjavíkurmótinu. Þar var leikið 8 gegn 8 á hálfum velli.

Gafst tilraunin vel að mörgu leyti og stóðu Valsstrákarnir sig vel í keppninni. Félagið sendi tvö lið til leiks í níu liða riðil og stóð annað liðið uppi sem sigurvegari riðilsins, jafnir Fjölni að stigum en með betri markatölu.

Á myndinni er hluti af þeim strákum sem tóku þátt í þessu verkefni og óskum við þeim til hamingju. Athugasemdir