Sturla og Ýmir í undirbúningshóp U21

Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson völdu á dögunum 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. 

Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. Æfingarnar hefjast mánudaginn 29. maí með líkamlegum prófum, tímasetning verður auglýst síðar.

Í hópnum eru tveir Valsarar, þeir Sturla Magnússon og Ýmir Örn Gíslason. Valur.is óskar þeim góðs gengis og til hamingju með valið. Athugasemdir