Hildur og Dagbjört í körfuknattleikslandsliðinu sem mætir Írum

Landslið kvenna hélt í gær til Írlands í boði írska sambandins og mun leika tvo vináttulandsleiki við landslið þeirra. Liðið er nýkomið frá Smáþjóðaleikunum og verður þetta síðasta verkefni þess þangað til í haust. Þá mun liðið æfa síðar í sumar á nokkrum æfingahelgum. 


Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon eru þjálfarar og gerðu þeir fimm breytingar frá hópnum á Smáþjóðaleikunum og er Dagbjörg Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals ein af nýliðunum í hópnum. Auk hennar er Valsarinn Hallveig Jónsdóttir í hópnum en hún á að baki 10 landsleiki fyrir Íslands hönd. 

Nánari fréttir frá ferðinni ferða fluttar hér á kki.is og facebook-síðu KKÍ. Fyrri leikur liðanna verður í Cork á morgun föstudag og sá síðari í Dublin á laugardaginn. Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í Írlandi. 

Sjá einnig:  http://karfan.is/read/2017-06-08/kvennalandslidid-maett-til-irlands/